Það er ekkert leyndarmál að ég af internet kynslóðinni. Í gegnum árin hef ég fyrsti og fremst leitað að svörum við spurningum mínum á netinu. Netið er minn salur. Ef salurinn hjálpar ekki, þá hringi ég í vin. Svona var þetta meira að segja orðið þegar ég byrjaði að hnýta við eldhúsborðið fyrir fjölda, fjölda…
Ég á mjög góðan kunningja sem aldrei hefur brotið stöng og það sem meira er, hann er virkur og mjög lunkinn veiðimaður þannig að stangirnar hans eru ekki bara upp á punt. Einu sinni var ég svona líka, en svo braut ég stöng, braut síðan aðra og enn aðra og nú er ég hættur að…
Ég er nú ekki þannig búinn í veiðinni að ég eigi stöng eða stangir með verðmiða sem telur 6 tölustafi, en ég reyni að hugsa vel um þær stangir sem ég á. Raunar stend ég mig að því að hugsa ekki alveg nægjanlega vel um þær, en það er önnur saga og tengist allt öðru…
Um síðustu helgi keyrðu veðurguðirnir generalprufu á veturinn að Fjallabaki sem heppnaðist með eindæmum vel. Á einni nóttu tókst þeim að loka tveimur fjallvegum í tvo sólarhringa og skjóta hálendisbúum og ferðalöngum skelk í bringu. En þetta var bara hvellur og í gær kvað við allt annan tón og milt haustið hafði aftur tekið öll…
Ef einhverju þykir síðasta ferðalag okkar veiðifélaganna hafa orðið heldur endasleppt, Bjarnarfjarðará og Langavatn, þá er sá hin sami hjartanlega sammála mér. Eitthvað var þar minnst á að við hefðum barið augum hvítfyssandi vötnin austan Vatnsness og snúið við, en þessa helgi var tóninn í spánni allt annar og því var stefnan tekin á Hóp…
Fyrsti bíltúr sumarsins var í gær, sumardaginn fyrsta. Bíltúr, göngutúr, útivera, veiðiferð; hver er munurinn? Jú, það síðastnefnda gæfi til kynna að einhver afli hefði komið á land, en svo var nú ekki í þetta skiptið. Allt annað stóðst og mikið meira en það. Undanfarnar vikur hefur dagurinn verið tekið heldur snemma á mínu heimili.…