Ég ætlaði svo sem að vera búinn að hnykkja á þessari grein í nokkurn tíma, en gleymdi því bara. Þannig var að veiðifélagi minn braut í sumar blað í sögu sinni sem veiðimanns. Hún setti sig all hressilega í spor silungsins og setti þurrflugu á bóla kaf í höndina á sjálfri sér. Agnhald og alles…
Með hækkandi meðalhita á Íslandi eykst fjölbreytileiki skordýra í náttúrunni. Sum þessara skordýra eru innflutt en aðrir eru innflytjendur upp á eigin spýtur. Það sem ég á við með þessu er að sum skordýr eru beinlínis fluttar inn í gámum af grænmeti, ávöxtum og svo því sem mörgum hrís hugur við; jarðvegi. Það er nefnilega…
Nú er þessi tími ársins þegar fingurgómarnir verða allir útstungnir og skrámur og rispur hér og þar. Nei, ég er ekki að tala um tannaför fiska eftir að hafa losað fluguna úr þeim, heldur þá ónáttúru mína að flækja fingrunum í öngulinn þegar ég er t.d. að ganga frá hringvafinni fjöður á flugu. En, það…
Og ekki bara á maganum; kragar, broddar og hausar úr fluorescent eða neon efnum hafa verið að ryðja sér til rúms í fluguhnýtingum og þá sér í lagi eftir að Frakkar, Pólverjar og Tékkar urðu meira áberandi en áður. Við Íslendingar eigum líka okkar verðugu fulltrúa í þessum hópi. Peacock með sínum upprunalega neon kraga…
Þegar kemur að eftirlíkingum vorflugulirfunnar (Caddis) eru fáar sem standast Peacock Kolbeins Grímssonar snúninginn. Ég ætla ekkert að fara út í fæðingarsögu Peacock, það hefur verið gert oft og víða. Þess í stað langar mig aðeins að skoða fyrirmyndina, vorflugulirfuna og mismunandi birtingarmyndir hennar. Af Peacock Kolbeins hafa með tíð og tíma orðið til ótal…
Oftar en ekki heyrir maður áróður þess efnis að veiðimenn eigi að minnka flugurnar, við séum að egna fyrir silunginn með allt of stórum flugum. Auðvitað er töluvert til í þessu og sjálfur hef ég tekið undir þetta og sagt að við verðum að vera tilbúnir til að breyta út af vananum, vera sveigjanlegir. En…