Fyrir ekki mörgum árum síðan byrjaði ég aðeins að fikta með epoxíð í flugur. Þetta er sniðugt efni og hægt að hleypa nýju lífi í hefðbundnar púpur með því. Ein helsta ástæða þess að ég hætti að nota epoxíð var einfaldlega orðlögð óþolinmæði mín, ég hreint og beint nennti ekki að bíða eftir að límið…
Þegar maður hnýtir straumflugu, þá horfir maður oftast á hlið hennar og reynir að hnýta hana sem líkasta hornsíli eða ungviði, einhverju sem er á matseðli fisksins. En hversu oft hafa menn tekið væsinn og snúið honum að sér þannig að horft sé aftan á fluguna? Sjálfur get ég sagt með fullri vissu að það…
Á ferðum mínum síðasta sumar vestur í Hraunsfjörðinn á Snæfellsnesi, vöknuðu hjá mér nokkrar spurningar sem hafa ekki látið mig í friði það sem af er vetrar. Janúar er ágætur mánuður til að eyða í svona grúsk og því leitaði ég mér nokkurra upplýsinga, greina og rannsóknarniðurstaðna til að svala forvitni minni. Sem inngang að…
Ég hef orðið vitni að því þegar kast mislukkast, oftast hjá sjálfum mér en líka hjá öðrum. Mér er það ekkert launungamál að stundum finn ég blóðið spretta fram í kinnarnar þegar kastið klúðrast algjörlega, sérstaklega þegar ég hef grun um áhorfendur á staðnum. Og hvað geri ég þá? Jú, ég reyni bara að gera…
Sumt er svo sjálfsagt þegar maður hefur komið auga á það að ósjálfrátt færist roði í kinnarnar, aulahrollur niður bakið. Í einhverju letikastinu um daginn tók ég mig til og horfði á Dynamics of Fly Casting með Joan Wulff. Í myndinni fer hún mjög ákveðið yfir öll undirstöðuatriði flugukasta, meðal annars þá bráð sniðugu hugmynd…
Hver kannast ekki við eftir nokkur köst með nýrri flugu að hausinn á henni fer að láta á sjá, jafnvel rakna upp? Í verstu tilfellunum var eins og kötturinn hefði gripið fluguna og tætta af henni vængi og kinnar. Þannig var því nokkuð farið með mig í það minnsta þegar ég var að byrja fluguveiði.…