Þessi greinarstúfur er sérstaklega tileinkaður letipúka sem hefur fylgt mér í ótal mörg ár, sjálfum mér. Það er alveg sama hve oft ég einset mér að hugsa betur um flugulínurnar mínar, þá gerist það allt of sjaldan. Góð umhirða flugulínu lengir nefnilega líftíma hennar og þá verður hinn púkinn minn miklu ánægðari, nískupúkinn í mér.…
Það er eiginlega þrennt sem getur dregið mann að vatni með stöng í hönd. Veðrið, forvitni og sögur af veiði. Þegar allt þetta smellur saman, þá getur maður ekki annað en lagt af stað. Veðrið s.l. miðvikudagskvöld var algjör toppur, mig hefur lengi langað að rölta út á Engjarnar gengt Elliðavatnsbænum og svo voru samfélagsmiðlar…
Ég hef alltaf haft ákveðnar taugar til sænska veiðivöruframleiðandans ABU. Þótt bráðskemmtilegar gamlar sjónvarspauglýsingarnar með Óla Abu séu vissulega minnisstæðar („Nú, auðvitað með Abu!“) þá er það raunar Abu Diplomat sem ég tengi fyrst og fremst við. Þetta var fyrsta flugustöngin mín, þjarkur sem mátti þola ýmislegt og fyrirgaf flest allt sem óvanur fluguveiðimaðurinn bauð…
Í nærri öllum þeim bókum og greinum sem ég hef lesið um flugukast er hamrað á því að halda þröngum línubug í kastinu, þá ferðast línan hraðar og kastið verður markvissara. Yfirleitt er þetta regla #2 á eftir reglunni um ákveðið stopp í fram- og bakkastinu. En það er ekki til sú regla sem er…
Í hvert skipti sem ég hef verið spurður hvort þetta sé ekki afskaplega dýrt sport, þá hef ég snúist eins og skopparakringla og reynt af fremsta megni að gera viðkomandi grein fyrir því að það þarf ekki að éta fílinn í heilu lagi, smá biti dugar oft mjög vel til að seðja veiðihungrið. Um leið…