Febrúarflugur hafa farið með eindæmum vel af stað og að morgni þessa dags þá eru flugurnar komnar vel yfir 300 og útlitið er sérlega gott um helgina fyrir fluguhnýtingar. Spáin gerir ráð fyrir leiðinlegu útivistarveðri víðast hvar um landið, töluverðu frosti og víða gengur á með éljum. Sem sagt; tilvalið veður til að setjast niður…
Hver kannast ekki við að finna frábæra flugu, hnýta eina eða tvær og snúa sér síðan að einhverri allt annarri? Ef einhver kannast hreint ekkert við þetta, þá bara gott hjá þér. Athugið, þeir sem aldrei hafa hnýtt flugu hafa ekki atkvæðarétt. Fluguhnýtingar eru rétt eins og flest annað í lífinu, æfingin skapar meistarann, ef…
Nú er Febrúarflugum lokið að þessu sinni. Það má eiginlega segja að þátttakendur hafi farið á kostum síðustu daga mánaðarins og það beinlínis streymdu inn flugur og nýir þátttakendur á hverjum degi. Að lokum fóru leikar svo að alls bárust 1.430 flugur / myndir inn í mánuðinum, meðlimum hópsins á Facebook fjölgaði snarlega upp í…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Á unglingsárum mínum var ekki óalgengt að mamma opnaði hurðina inn í herbergið mitt, fitjaði upp á nefnið og spurði; „Hvað dó eiginlega hérna inni?“ Ég ætla nú ekkert að fjölyrða um það hver svörin voru við þessum athugasemdum, en á endanum kom að því að maður safnaði saman ýmsu sem hafði falið sig undir…
Hér kemur smá ráð fyrir þá sem eru hættulega langt leiddir af nördisma. Þegar þið safnið sýnishornum af pöddum, ekki geyma þær í plastboxi. Litlar glerkrukkur með skrúfuðu álloki eru mun endingarbetri og ekki eins hætt við að opnast ef þær kremjast eða verða fyrir hnjaski. Að safna sýnishornum af vatnalífverum sem fyrirmyndum fyrir fluguhnýtingar…