Lífsferill mýflugunnar skiptist í fjögur stig; egg, lirfa (blóðormur), púpa og fullvaxta fluga. Þótt útilokað sé að veiðimönnum nýtist fyrsti lífsferill flugunnar, þá má samt segja að fluguveiðimenn geti átt fluguna í fórum sínum í fjórum mismunandi útgáfum og eiginlega nauðsynlegt ef þeir ætla að nýta sér þessa mjög svo vinsælu fæðu fisksins. Fyrstan skal…
Þegar maður kastar upp í vindinn, þá skiptir miklu máli að byrja með stuttan kastferil áður en maður lengir í kastinu. Ef þú byrjar með of langan kastferil á móti vindi, þá réttir línan einfaldlega aldrei alveg úr sér og því hættir þú að kasta og ferð að hnýta vindhnúta, bæði í fram- og bakkastinu.…
Mikið hefur verið rætt og ritað um þá hættu sem stafar af mögulegri erfðamengun íslenskra laxa samhliða laxeldi í sjó með frjóum norskum laxi. Markaðsherferð laxeldisfyrirtækjanna virðist gefast hér álíka vel og hún gerði erlendis fyrir áratugum síðan. Gylliboð og loforð um bót og betrun í sjókvíaeldi nær til fólksins, ráðþrota sveitarstjórna og alveg inn…
Eins og svo oft áður er nánast ekki nokkur leið fyrir lesendur að dæma hvert ég er að fara af fyrirsögninni einni saman. Ég viðurkenni það að þetta á rætur að rekja til einhverrar duldrar hvatar sem ég hef að vekja forvitni lesandans á því sem ég set fram. Það er aftur á móti ekkert…
Hver og einn fluguveiðimaður ætti að setja sér eigin viðmið um hve langt hann vill ganga í að fínpússa kaststílinn sinn, þetta er í það minnsta mín skoðun. Ég hef margoft bent á að það sé hverjum manni holt að leita sér aðstoðar og álits kastkennara ef köstin eru í tómu tjóni eða ef óeðlilegrar…
Fyrir hálfum mánuði síðan birti ég hugleiðingar mínar um slælega umgengni við náttúru Íslands. Kveikjan að þeim hugleiðingum mínum var því miður umgengni veiðimanna við Hítarvatn sem ég varð vitni að. Í framhaldi þessa lenti ég á smá spjalli við kunningja mína í vinnunni og þá kom til tals hjarðhegðun okkar mannfólksins. Það virðist vera…