Allt of oft vöðum við yfir fiskinn. Það er í eðli silungsins að tryggja sér öryggi, en þó aldrei langt frá fæðunni. Til þess eru vatnsbakkarnir tilvalinn staður ásamt hallanum niður að dýpinu, kantinum. Temdu þér að byrja veiðina frá bakkanum til beggja hliða (Kort – D). Á þessum tímapunkti er ekki úr vegi, án […]
Sílableikjan er silfruð með ljósum doppum. Hún heldur sig mest á botninum, frekar djúpt og þá helst innan um botngróður á 10 – 30 m dýpi. Þrátt fyrir þetta má almennt vænta sílableikju á nánast öllum búsvæðum bleikju. Sílableikjan dökknar mikið á höfði, hliðum og baki á hryggningartímanum og líkt og kuðungableikjan, roðnar hún á […]
Kuðungableikjan er með dökkt bak og silfraðar hliðar. Á hryggningartímanum roðnar kviður bleikjunnar all verulega og getur orðið dökk appelsínugulur. Þrátt fyrir nafnið lifir kuðungableikjan ekki aðeins á kuðungi, heldur leggur sér einnig til munns mý, hornsíli og ýmiss botnlæg dýr. Kynþroska verður fiskurinn 6 – 10 ára og er þá á bilinu 25 – […]
Dvergbleikja er smæst þeirrar bleikju sem finnast á Íslandi. Kynþroska verður fiskurinn 2 – 4 ára og er á bilinu 7 – 24 sm að lengd. Hryggningartími dvergbleikju er mjög mismunandi eftir landshlutum, ág.- sept. fyrir norðan land, mánuði síðar sunnanlands. Dvergbleikja heldur sig á grynningum eða efri hluta botnsins og lifir mest á kuðungum. […]
Það réðst nokkuð í síðustu veiðiferð, hvernig kvöldunum verður varið hjá mér næstu dagana. Nú er unnið hörðum höndum að því að fylla á fluguboxið hjá frúnni. Black Ghost í nokkrum útfærslum og stærðum og svo var hún eitthvað að tala um flotta marfló sem hún sá á flugur.is, og svo einhver önnur sem var […]