Veiðihár kattarins hefur verið í hópi vinsælustu vatnaveiðiflugna Bretlandseyja frá því hún kom fram árið 1985. Upphaflega notaði höfundur hennar, David Train, veiðihár af heimiliskettinum til að stífa marabou vænginn þannig að hann vefðist ekki um legginn. Grínverjar hafa síðan komið með þá sögu að nær allir kettir á Bretlandi hafi verið orðnir sköllóttir í…
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á…
Nei, ég ætla ekki að skrifa um skotveiði á friðaðri fuglategund, þ.e. Marabou storki. Flestar marabou fjaðrir sem við notum í flugur í dag eru raunar af hænsfugli eða kalkúna og ég er ekki heldur að tala um að skjóta slíka fugla. Nei, þessi í stað langar mig aðeins að tjá mig um fluguveiði með…
Ég hef alltaf haft ákveðnar taugar til sænska veiðivöruframleiðandans ABU. Þótt bráðskemmtilegar gamlar sjónvarspauglýsingarnar með Óla Abu séu vissulega minnisstæðar („Nú, auðvitað með Abu!“) þá er það raunar Abu Diplomat sem ég tengi fyrst og fremst við. Þetta var fyrsta flugustöngin mín, þjarkur sem mátti þola ýmislegt og fyrirgaf flest allt sem óvanur fluguveiðimaðurinn bauð…
Það ber í bakkafullan lækinn að ég kvarti yfir offramboði á flugum og að ég fyllist stundum valkvíða þegar kemur að því að velja flugu, sérstaklega þegar haft er í huga að á þessari síðu eru upplýsingar og uppskriftir að tæplega 100 tegundum og þær er flestar að finna í geymsluboxunum mínum. Einhverjum kann að…
Eflaust hafa einhverjir lenti í því að þurfa að kaupa sér flugu og komist síðan að því að hún veiddi ekkert og entist svo í þokkabót ekki neitt heldur. Ég hóf reyndar tiltölulega snemma að hnýta mínar flugur sjálfur, þannig að ég get ekki kennt neinum um þegar þær veiða ekkert og endast skemur en það…