Hver þekkir ekki salsa sósu, nan brauð og hotsauce sósu? Öll eru þetta erlend orð sem hafa fengið óþarfa íslenskt viðskeyti því salsa þýðir einfaldlega sósa, nan þýðir brauð og hotsauce er náttúrulega bara sterk sósa. Sahara eyðimörkin er trúlega þurrasti partur eyðimerkurinnar fyrst við þurfum að tvítaka orðið eyðimörk og á hinum endanum er […]
Það þarf ef til vill ekki að fara mörgum orðum um garn sem hnýtingarefni, en það læðist nú samt að mér sá grunur að garnflugur og þá gjarnan einfaldar flugur séu örlítið á undanhaldi hin síðari ár. Ein þekktasta garnfluga allra tíma er nær jafn gömul Pheasant Tail enda eru þær samfeðra, eingetnar systur. Hér […]
Það þarf víst ekki að fara mörgum orðum um það að flugur eru misjafnar. Fíngerðar, grófar, stórar og litlar, svo ekki sé nú farið út í það til hvaða veiða þær eru ætlaðar. Sumar flugur eru eyrnamerktar löxum, aðrar urriða, enn aðrar bleikju og þar fram eftir götunum. Nei, ég ætla ekkert að efast um […]
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á […]
Hefði maður nú haft dug í sér að vakna fyrir allar aldir í morgun, þá hefði maður kannski verið eitthvað fyrr á ferðinni en um kl. 9 í Selvoginum. Veðurspá morgunsins stóðs sem sagt ekki og það var miklu betra veður í Selvoginum í morgunsárið heldur en um var rætt. En, veðurspá er jú bara […]
Hálfbragðið (e: half hitch) er trúlega mikilvægasti hnúturinn sem hægt er að nefna þegar kemur að fluguhnýtingum. Eftir að hafa vafið fyrstu vafningana, setur maður hálfbragð. Áður en maður sleppir keflishöldunni, setur maður hálfbragð. Á milli hráefna í flugna, setur maður hálfbragð. Sumir nota hálfbragðið út í gegn við allar sínar flugur, en það kemur […]