Teal, Blue and Silver Þó þetta sé nokkuð hefðbundin, nánast klassísk Teal fluga þá ber hún sterk einkenni glepjunnar, líkist síli í spretti í kyrru vatni eða straumharðri á. Hefur reynst einna best í björtu veðri fyrir bleikju og urriða. Höfundur: ókunnurÖngull: Hefðbundin 8 – 18Þráður: Svartur 6/0Stél: Fanir úr bekkfjöður gullfasanaVöf: Ávalt silfurBúkur: Flatt…
Þingeyingur Ein veiðnasta laxa og silungafluga Íslands er haft eftir Sigga Páls á heimasíðu höfundar. Skemmtilega, og umfram allt áhugaverða frásögn af tilurð flugunnar má lesa hér á heimasíðu Geirs Birgis. Höfundur: Geir Birgir GuðmundssonÖngull: Legglangur 6-10Þráður: Svartur 6/0Vöf: Ávalt silfurBúkur: Græn ullSkegg: Svart hár úr íkornaskottiVængur: Gul hjartarhalahárHaus: Svartur
Zug Bug Höfundur Zug Bug, Cliff Zug ætlaði þessari flugu að vera eftirlíking vorflugu gyðlunnar og hefur greinilega tekist það all bærilega. Þessi fluga hefur oftast lent í einhverju af top 10 sætum yfir bestu silungaflugur allra tíma. Öngull: Hefðbundin 8-16Þráður: Svartur 8/0Skott: PeacockVöf: KoparvírBúkur: PeacockVængir: Ljósbrún stokkandarfjöðurSkegg: Brún hænufjöður Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur Stærðir 8-16 Stærðir 8-16
Zebra Midge Þessi fluga er eignuð Edward (Ted) Welling frá Arizona í Bandaríkjunum og sögð hafa komið fram á sjónarsviðið árið 1996. Það er engin ástæða til að efast um að Ted hafi gefið þessari flugu nafn sitt, en þegar ég sá þessa flugu fyrst, þá hélt ég að hún héti Black, Copper Bead-head og væri íslensk…
Woolly Worm Woolly Worm er fluga sem er komin nokkuð til ára sinna og af henni hafa sprottið nokkrar lítið þekktar flugur en einnig ótrúlegur fjöldi flugna sem við þekkjum vel í dag. Flugan er upprunnin í Ozark fjöllum Arkansas í Bandaríkjunum fyrir margt löngu síðan, en almennri útbreiðslu náði hún þegar Don Martinez, veiðimaður…
Woolly Bugger Einhver svipur hefur alltaf verið með Woolly Bugger og Dog Nobbler. Hvor varð til á undan veit ég ekki, en Woolly Bugger kom fram á sjónarsviðið 1967 þegar Russell Blessing útfærði fyrirmyndina Woolly Worm, setti á heilmikið marabou skott á orminn þannig að úr varð straumfluguna sem Buggerinn er í dag. Nú er svo komið…