Í mörg ár hef ég verið að hamast við að byggja upp tilfinningar gagnvart flugustöngunum mínum. Ég þarf ekkert að eiga stöng lengi til að fá á tilfinninguna hvort mér líki hún eða ekki, þannig að það er ekki það sem ég er að byggja upp. Nei, en ég þarf stundum langan tíma til að…
Eitt af undrum fluguveiðinnar, sem margir að vísu gleyma, er að flugulínan ferðast sömu slóð og toppur stangarinnar. Þetta getur vissulega orðið til vandræða, eins og til dæmis þegar maður ‘óvart’ sveigir stangartoppinn í síðasta framkastinu, línan skýst fram en tekur allt í einu upp á því að beygja af leið og lenda á allt…
Það þarf víst ekki að taka það fram að stangir eru mismunandi, þetta vitum við og flest tökum við mark á þessu þegar við veljum stöng þegar komið er á veiðistað. Nú er ég ekki að tala um mismunandi framleiðendur eða tegundir stanga, heldur styrkleika þeirra eftir þyngd og lengd. Síðustu ár hef ég verið…
Mér hefur stundum fundist eins og flugulínur hafi sjálfstæðan vilja. Það er jú gott að leyfa stöng og línu að njóta sín, vinna saman og vera ekkert að ofgera þessu viðkvæma ástarsambandi handar og tvíeykisins, en stundum er hegðun línunnar eitthvað sem mér finnst vera óásættanlegt. Eitt af því sem ég leyfi mér að láta…
Ég bara veit ekki hversu oft ég hef staðið mig að því í bráðræði að byrja að draga inn of snemma þegar ég er með þyngda púpu eða staumflugu á endanum. Stundum læt ég eins og fiskurinn sé eitthvað tímabundinn, sé að missa af strætó og ég þurfi endilega að byrja að dilla flugunni fyrir…
Það er farið að fjara undan því að yngra fólk þekki hugtök eins og að vera fastur á línunni, eiga langlínusamtal eða leggja tólið á. Allt eru þetta hugtök sem tengjast GSMS (gömlum síma með snúru) sem er nánast horfinn af sjónarsviðinu, nú eru allir þráðlausir og geta því ekki verið fastir á línunni eða…