Red Tag Merkileg fluga sem á uppruna sinn að rekja til Englands kringum 1850, hálft skordýr, hálft viðrini. Frá fyrstu tíð hefur þessi fluga verið veiðimönnum hin besta skemmtun og silunginum banvæn. Það er nokkuð misjafnt eftir heimshornum hvaða skordýri menn telja hún líkjast helst; Ástralir segja hana líkjast ákveðinni bjöllu sem þar finnst, Bandaríkjamenn flugu sem…
Moppan Þessi fluga er sérstaklega einföld í hnýtingu, svo einföld að margir hnýtingaleiðbeinendur hafa tekið hana upp á sína arma sem fyrstu flugu nemenda sinna. Flugan líkir ágætlega eftir lirfu- og púpustigi fjölda skordýra þannig að hún gæti verið n.k. alhliða fluga í boxi veiðimanna. Litir flugunnar spanna nær allt sjáanlega litrófið og raunar vel…
Langskeggur Langskeggur er ein þeirra flugna sem ber nafn með réttu. Skegg flugunnar er langt, mjög langt og vel umfram það sem öll púpu- og votflugufræði segja hnýturum. En það hefur alls ekki komið niður á veiðni þessarar flugu, nema síður sé. Frá því Örn Hjálmarsson kom fram með þessa flugu hefur hún fært veiðimönnum…
Hexía Þær verða nú stundum ekki til svona einn tveir og þrír, en stundum detta þær í kollinn á manni þegar minnst varir. En, þessi er alls ekki þannig. Tilraunir með þekktar flugur, tilraunir sem tókust miður vel, urðu kveikjan að þessari. Ég var sem sagt að reyna mig við flugur til höfuðs ákveðnu skordýri;…
Adams Af mörgum talin einhver mest alhliða þurrfluga sem komið hefur fram. Hún er ekki eyrnamerkt neinni ákveðinni tegund skordýra en hefur sannað sig undir ýmsum kringumstæðum. Margir veiðimenn velja þessa flugu sem ‘fyrstu’ fluguna þegar þeir reyna fyrir sér þar sem lítið eða ókunnugt klak á sér stað. Flugan kom fyrst fram upp úr…
Allt frá því kúluhausar í yfirþyngd komu fram á sjónarsviðið, þá hefur maður ekkert endilega viljað snerta mikið á þungum taumum, kúlurnar hafa eiginlega séð um að koma flugunni niður fyrir mann. En með tíð og tíma hafa farið að renna á mann tvær, ef ekki þrjár grímur og maður fer að velta fyrir sér…