Síðufjaðrir koma af svæðinu rétt undir væng fuglsins niður að kvið. Þessar fjaðrir hafa aukið vinsældir sínar jafnt og þétt og margir hnýtarar hafa vegna áferðar þeirra og eiginleika stórlega aukið notkun þeirra og þá sérstaklega í silungaflugur. Helst hafa menn sóst í fjaðrir andfugla enda margar þeirra þeim eiginleikum gæddar að hrinda vel frá…