Ég veit ekki alveg hvað það er, kannski er það bara ég, en mér finnst veiðimenn vera duglegri að vori heldur en á miðju sumri að spyrja náungann á veiðistað hvernig gengur. Þegar líður á sumarið fækkar þessum spurningum, kannski telja veiðimenn þá eins víst að það gangi bara vel, flugur á sveimi og allt…
Matreiðslu uppskrift? Nei, ekki frekar en um daginn þegar ég ritaði stuttlega um silung í híði. Þessi er af sama meiði og er unnin upp úr nokkrum heimildum og fjallar um heppilegt hitastig fyrir silung, því þegar allt kemur til alls þá er þetta víst ekki alveg eins kippt og skorið, eins og margir vilja…
Það þarf ekki alltaf mikið til að kveikja í manni, sérstaklega á þessum árstíma. Er eitthvað vit í að fara í Hlíðarvatn í Hnappadal á þessum árstíma? spurði góður vinur minn í gær (laugardag). Já, ef vatnið er komið undan ís, þá er urriðinn oft svangur þarna á vorin, svaraði ég. Skömmu síðar fékk ég…
Nú geta lesendur botnað fyrirsögnina á þessum þankagangi mínum alveg eftir eigin höfði. Hvað kæmi þá upp úr hattinum er eflaust eins mismunandi og þið lesendur góðir eru margir en ef ég læt nú hugan reika um möguleg svör, þá gæti þessi grein þróast eitthvað á þessa leið; … skítt – Já, það eru eflaust…
Árið 2009 tók Norska ríkissjónvarpið sig til og sendi beint út frá 7 klst. langa lestarferð frá Bergen til Óslóar. Þetta þótti afar sniðugt og fékk mikið áhorf þannig að NRK tók upp þráðinn 2010 og sendi út nokkrar aðrar lestarferðir. Sannast sagna var ekkert mikið um að vera í þessum útsendingum, fallegt landslag, annað…
Meira um léttar flugur! Já, ég er svolítið með þetta á heilanum þessi misserin og ekki skánar ástandið þegar kunningi æsir mann upp í að skrifa um léttar flugur í straumvatni. Það sem hann hafði í huga voru ekki léttar straumflugur, hvað þá votflugur því hann hefur enga trú á svoleiðis furðuskepnum eins og hann…