Mercury Black Beauty Þegar maður sér flugu eins og þessa, þá verður manni ósjálfrátt hugsað til þess hve margir veiðimenn hafi mögulega hnoðað í sömu fluguna, hingað og þangað um heiminn, án þess að hafa minnstu hugmynd um tilveru hennar undir einhverju ákveðnu nafni. Það var árið 1992 sem Pat Dorsey og félagar gáfu þessari…
Kopperbassen Kopperbassen er ekki bara ein fluga, heldur samnefnari nokkurra flugna sem hnýttar eru í löndunum við Eystrasalt og helst notaðar í sjóbirting. Upprunalega Kobberbassen (e: The Copper Bully) kom fram árið 1996 og er eignuð Frank Jensen. Morten Kristiansen kom fram með Kopperlusen (e: The Copper Louse) á svipuðum tíma, en sú fluga er…
Kopar Moli Það er alltaf spurning hvort maður geti sagt að koparflugur hafi sótt töluvert í sig veðrið síðustu ár, þar sem ein fyrsta púpan var að stofninum til úr kopar. En með auknum áhuga á koparflugum, þá hefur útgáfum þeirra og útfærslum fjölgar verulega frá því ég hóf mínar fluguhnýtingar. Þekkt erlend fluga í…
Hlíðarvatnspúpan Það er víst löngu tímabært að setja þessa flugu hér inn á síðuna; Hlíðarvatnspúpan hans Þórs Nielsen. Eins og nafn hennar gefur til kynna, þá á hún ættir að rekja til Hlíðarvatns í Selvogi og þótti á árum áður sérstaklega fengsæl. Eitthvað hefur dregið úr skráningu á þessa flugu hin síðari ár, ef til…
Heimasætan Mögnuð fluga í sjóbleikju – Ein flottasta straumflugan í sjóbleikju og sjóbirting eru ummæli sem höfð eru um þessa flugu sem Óskar Björgvinsson hnýtti við Hofsá. Sjálfur hef ég tekið þessa og prófað sem púpu á grubber fyrir bleikju í vötnum með ágætum árangri, helst síðsumars. Höfundur: Óskar BjörgvinssonÖngull: Legglangur 6-12Þráður: Hvítur 6/0Skott: Fanir úr rauðgulri gæsafjöðurVöf: Ávalt…
Ekki Skues Sumarið 2011 rakst ég á eitthvert grænt kvikindi sem skolað hafi upp að bakka Vífilsstaðarvatns og hef enn ekki hugmynd um hvaða fluga/púpa þetta var. Ég hef haft augun hjá mér þegar ég hef verið að fletta flugum á vefnum eftir þettta, en ekki fundið nákvæmlega þessa flugu sem eftirlíkingu þess sem ég…