Alder Ein þeirra flugna sem horfið hafa aðeins úr boxi veiðimanna hin síðari ár, að ósekju. Alder er ensk fluga að uppruna og reyndist íslenskum veiðimönnum vel um árabil. Vona að ég sé að fara með rétt mál þegar ég segi að ofangreind mynd sýni það afbrigði Alder sem hefur reynst einstaklega vel í Þingvallavatni.…
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á…
Þegar mér datt í hug að setja hér inn örstutta samantekt á hnýtingarefni fyrir byrjendur, þá tóku hlutirnir aðeins að vefjast fyrir mér. Hvað, af öllu því dóti sem ég hef sankað að mér í gegnum tíðina, ætti ég að setja á þennan lista? Úr varð að ég tók nokkrar algengar silungaflugur sem eru hér…
Eins og glöggir lesendur hafa tekið eftir þá hafa tímaviltar greinar um hnýtingarefni verið að skjóta upp kollinum á síðustu vikum. Þessar greinar eru eftirreitur nokkurra greina um fjaðrir og hnýtingarefni sem hafa verið að færast aðeins til í birtingarröð, sumar heldur lengra inn í sumarið heldur en ég hefði viljað. Ástæða þessa er afskaplega…
Ekki er hægt að týna til greinar um fjaðrir án þess að láta páfuglsfjaðra getið. Peacock herl stendur okkur silungsveiðimönnunum afskaplega nærri því höfðingi silungaflugnanna, sjálfur Peacock er gerður úr þeim. Þessar fíngerðu og viðkvæmu stélfjaðrir páfuglsins eru notaðar í búk á ótal gerðum flugna, vængi í þekktar straumflugur og sem fálmara eða skott á…