Coch-y-Bonddu Framandi nafngiftir flugna eru ekki óþekktar. Þessi fluga gæti t.d. heitið á rauð og svört á íslensku ef bein þýðing úr velsku væri látin standa. Eins augljóst og það er þá lýsir þetta flugunni ekki hót og því best að halda sig einfaldlega við Coch-y-Bonddu þó það sé vissulega tungubrjótur. Flugan er hreint ekki…
Blue Charm Hér er á ferðinni laxafluga sem um árabil hefur verið ein vinsælasta flugan á Íslandi heilt yfir um sumarið. Einstaklega fengsæl og sögð ómissandi sunnan- og vestanlands í júlí. Uppruninn í Skotlandi, nánar tiltekið við ána Dee, en gat sér snemma gott orð í norðanverðri Ameríku og þá ekki síst sem öflug í…
Febrúarflugum var ýtt úr vör á miðnætti og þegar þetta er skrifað (kl.18:20) hafa 55 flugur og innlegg þegar dottið inn á hópinn. Að vanda þá á FOS.IS mikið undir velvild styrktaraðila þannig að unnt sé að veita viðurkenningar til heppinna hnýtara í lok mánaðarins og að þessu sinni hafa gamalkunnir og nýir aðilar létt…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Eftir að ég laumaði hér inn um daginn smá grein um UV prófanir mínar, þá var ég inntur ítrekað eftir því hvers vegna ég væri að þessu. Einhverjir félaga minna sögðu mér hreint út að þetta væri tóm steypa, bara til þess gerð að selja okkur flugunördunum eitthvað sem gerði ekkert gagn. Var þá helst…