Það er ýmislegt sem lærist með tímanum en það getur vafist töluvert fyrir byrjandanum í fluguhnýtingum í hvaða flugur hvaða krókar eru ætlaðir, þó ekki væri nema svona rétt um það bil. Ef maður dregur nú þessa eldgömlu sögu af mismun lengdar og sverleika vírs með öllum hliðarskrefum sem einhverjum datt í hug að taka…
Yfirleitt er allt við fluguveiði eðlilegt, hvað leiðir af öðru og flest af þessu öllu fylgir náttúrulögmálum. Það eru þó til undantekningar frá þessari reglu og það eru sverleiki tauma og króka. Undir öllum eðlilegum kringumstæðum þá er lægri tala minni heldur en hærri, er það ekki náttúrulega virknin í þessum arabísku tölum sem við…
Mistök eru oft eftirminnaleg, stundum svo mjög að þau ásækja veiðimenn í áratugi. Einn blogg-kunningi minn vestan Atlantsála á svona minningu sem hann velti upp á spjallsíðu ekki alls fyrir löngu. Þannig var mál með vexti að hann var við veiðar með föður sínum þar sem sá gamli setur í ótrúlegan fisk, trúlega fisk lífs…
Ég hef fengið að heyra að ég sé nokkuð bráður, það er bara kjaftæði, ég er bara snöggur að taka ákvarðanir, við flest annað en flugukastið. Ég á vanda til að gefa línunni allt of langan tíma í bakkastinu og þá fellur hún auðvitað, slær tauminum niður og skyndilega er engin fluga eða ekkert afl…
Á undanförnum misserum hefur vonandi öllum lærst hvað nándarmörk eru. Hér áður fyrr, fyrir tíma þú veist hvers, þá fékk ég það stundum á tilfinninguna að nándarmörk væru algjörlega marklaust orð sem væri bara til, hefði enga merkingu. En svona lærir nú skepnan lengi sem lifir og í dag hefur þetta orð mjög ákveðna merkingu…