Black and Orange Marabou Þessa flugu þekkja margir, en ekki endilega undir upprunalegu heiti sínu. Í dag sést þessi fluga gjarnan í boxum veiðimanna og aðspurðir segja þeir hana vera Orange Dentist. Þegar vel er að gáð er þetta skiljanlegur misskilningur, flugunum svipar glettilega mikið saman, þó Dentist sé að vísu rauður og með hárvæng.…
Febrúarflugum var ýtt úr vör á miðnætti og þegar þetta er skrifað (kl.18:20) hafa 55 flugur og innlegg þegar dottið inn á hópinn. Að vanda þá á FOS.IS mikið undir velvild styrktaraðila þannig að unnt sé að veita viðurkenningar til heppinna hnýtara í lok mánaðarins og að þessu sinni hafa gamalkunnir og nýir aðilar létt…
Hann getur verið dyntóttur, Hraunsfjörðurinn, en það er alltaf eitthvað við það að setja vagninn niður í Berserkjahrauni, draga á sig vöðlur, græja stangirnar og renna jakkanum upp í háls. Þess síðast nefnda reyndist þörf s.l. helgi þegar við eyddum laugardagseftirmiðdeginu og sunnudeginum við Hraunsfjörðinn. Það var raunar afskaplega milt og fallegt veður, sól á…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Það er óhætt að segja að árið sem er að líða hefur ekki verið nein flugeldasýning hjá öllum þeim sem stunda stangveiði á Íslandi. Ég kvarta þó ekki yfir sumrinu, það var með ágætum hjá mér og mínum veiðifélaga enda engum alvarlegum vatnsskorti fyrir að fara í vatnaveiðinni. Þetta árið eyddum við þó nokkuð fleiri…
Mikið hefur verið rætt og ritað um þá hættu sem stafar af mögulegri erfðamengun íslenskra laxa samhliða laxeldi í sjó með frjóum norskum laxi. Markaðsherferð laxeldisfyrirtækjanna virðist gefast hér álíka vel og hún gerði erlendis fyrir áratugum síðan. Gylliboð og loforð um bót og betrun í sjókvíaeldi nær til fólksins, ráðþrota sveitarstjórna og alveg inn…