Lengd, tími og hraði geta verið mjög matskenndar mælieiningar í hugum veiðimanna. Fæstir kannast við að vera lengi í veiði og sjaldnast kannast veiðimenn við að flýta sér of hægt, jafnvel þegar farið er um langan veg. Þegar við ræðum svo inndrátt, þá erum við fyrst að tala um matskennd viðmið. Það sem einum þykir…
Vorflugur eru skordýr sem taka fullkominni myndbreytingu; egg > lirfa > púpa > fluga. Rétt eins og mörg önnur skordýr nýtir vorflugan sér loftbólur til að lyfta sér upp af botninum eftir að hún hefur breyst úr lirfu í púpu. Þegar loftbólurnar eru orðnar nægar, lyftist púpan upp af botninum og sundfálmararnir taka til við…
Það er mjög misjafnt hve löngum tíma skordýr verja sem lirfur við botninn. Að öllu jöfnu eyðir stærsta rykmýstegundin á Íslandi, stundum kölluð stóra toppflugan 1 – 2 árum á botninum og gengur í gegnum fjögur lirfustig á þeim tíma. Púpustig flugunnar er töluvert skemmra, aðeins talið í sólarhringum og síðasta lífsskeið hennar sem fluga,…
Þær eru hættar að kalla, þær senda orðið skilaboð í gríð og erg á samfélagsmiðlum þannig að maður getur ekki annað en gengt þeim. Löng helgi, veðurspá með ágætum og ég átti hvort hið er erindi í óbyggðirnar. Það þurft nú reyndar ekkert að mjög mikla pressu á mig að leggja land undir fót á…
Um daginn var ég að lesa eina af þessum milljón ‚bestu leiðina‘ grein á netinu. Greinin fjallaði um grundvallaratriði þess að veiða í vötnum. Ágæt grein að mörgu leiti og ég renndi snarlega yfir innganginn, las þokkalega kaflann um að velja sér línu miðað við á hvaða dýpi fiskurinn væri í æti og svo kom…
Trúlega eru lesendur orðnir frekar leiðir á því að heyra af hrakförum mínum með sökkenda og sökklínur, en það er mín leið til sjálfshjálpar að ræða þetta í tíma og ótíma og því koma hér enn einar hugleiðingar mínar. Í sumar sem leið lagði ég leið mína niður í Ljótapoll að Fjallabaki. Þeir sem þekkja…