Mér skilst að það sé til fjöldi manna sem nær því aldrei nákvæmlega hvað flugukastið gengur út á. Það virðist vera alveg saman hve mikið þeir æfa sig eða hve lengi þeir stunda standaveiði, þeir bara ná ekki tengingu við flugukastið. Þar með er ekki sagt að þeir séu eitthvað verri kastarar heldur en næsti…
Undanfarið hef ég verið að velta mér töluvert upp úr flækjustigi. Sannast sagna var ég kominn í töluverða flækju með þetta hugsanaferli mitt og hvarf því aðeins til baka í kollinum og hér á síðunni. Þannig var að ég var að fletta í gegnum eldri og gamlar færslur og sumt sem ég rakst á, fannst…
Oft á ég við ákveðið frávik í fluguköstum að glíma. Ég tek upp línuna, vinn hana þokkalega upp í fyrsta bakkast, finn aftara stoppið, hröðunina fram að fremra stoppi og endurtek leikinn. Allt leikur í lyndi þar til kemur að því ég ætla að leggja fluguna fram. Þá grípur stundum um sig einhver einhver tryllingur, ég…
Hér um árið fór ég í nokkra tíma í samkvæmisdönsum. Nú veit ég ekki hversu vel veiðimenn, konur og karlar, eru að sér í samkvæmisdönsum, en stundum hef ég séð fluguveiðimenn sem halda mjög góðum takti, bara ekki endilega þeim heppilegasta fyrir fluguveiði. Það er t.d. beinlínis stressandi að sjá veiðimann kasta flugu í sama…
Sumt er svo sjálfsagt þegar maður hefur komið auga á það að ósjálfrátt færist roði í kinnarnar, aulahrollur niður bakið. Í einhverju letikastinu um daginn tók ég mig til og horfði á Dynamics of Fly Casting með Joan Wulff. Í myndinni fer hún mjög ákveðið yfir öll undirstöðuatriði flugukasta, meðal annars þá bráð sniðugu hugmynd…
Sé tekið mið af eðlisfræðinni þá þurfum við kraft til að hlaða stöngina okkar afli til að skjóta línunni okkar út. Línan fer sára lítið sé ekkert aflið í stönginni. Í þessari grundvallarreglu #4 hafa þeir Gammel feðgar tekið saman nokkur atriði sem við ættum að hafa í huga þegar við leggjum aukin kraft í…