Dýrbítur Mannskaðafluga sem glepur svo stóra fiska að veiðimanni er bráð hætta búinn er haft eftir höfundi hennar, Sigurði Pálssyni. Eitt er víst að þessi fluga er gjöful og hefur verið framanlega í boxum veiðimanna frá því hún hóf ónefnd feril sinn í Laxá í Dölum. Nafnið fékk hún 2004 eftir að hafa sett í 23 punda sjóbirting […]
Bleik og blá Óþarfi að hafa mörg orð um þessa bráðdrepandi bleikjuflugu, en ég get ekki stillt mig um að setja hér inn nokkur orð sem höfð eru beint eftir höfundinum; „Þetta var fluga sem Frímann [Frímann Ólafsson leiðsögumaður, innsk.KF] skírði Högna. Hún var með svörtum væng, silfurbúk, bleiku skeggi og Jungle Cock, skógarhana. Ég var ekki sáttur við […]
Beykir Hvort Gylfi Kristjánsson hafi haft geitung í huga eða ekki þegar hann hannaði þessa flugu þori ég ekki að fullyrða, en einhverjir veiðimenn fullyrða að þar sem geitungur er á ferðinni, þar virki Beykir best. Hitt veit ég að aflatölur úr nokkrum vötnum gefa til kynna að hér sér á ferðinni afskaplega veiðin fluga […]
Adams Af mörgum talin einhver mest alhliða þurrfluga sem komið hefur fram. Hún er ekki eyrnamerkt neinni ákveðinni tegund skordýra en hefur sannað sig undir ýmsum kringumstæðum. Margir veiðimenn velja þessa flugu sem ‘fyrstu’ fluguna þegar þeir reyna fyrir sér þar sem lítið eða ókunnugt klak á sér stað. Flugan kom fyrst fram upp úr […]
Vatnaveiði -árið um kring Í þessari gagnlegu handbók um silungsveiði á Íslandi er farið yfir heilt ár í lífi veiðimanns, allt frá undirbúningi og fluguhnýtingum að frágangi eftir síðustu veiðiferð ársins. Fjallað er um kjörsvæði og hegðun silungsins, mismunandi veiðislóðir, græjur og grip, og eftir því sem veiðiárinu vindur fram eru kynntar ólíkar aðferðir og […]
Eins og gengur þá getur hárum fækkað. Það geta verið náttúrulegar ástæður fyrir þessari fækkun en svo geta veiðimenn einnig reitt hár sitt í bræði, af örvinglan eða klórað sér svo í kollinum yfir efnisvali flugna að á hárvexti sér. Í viðleitni til að koma í veg fyrir hið síðastnefnda, þá er hér stutt samantekt […]