Alda Alda er ein af ótal marabou flugum sem hafa fest sig í sessi í Veiðivötnum en hróður hennar hefur þó borist víðar. Margur veiðimaðurinn á þessa flugu í stærðum #10, #8 og #6. Þótt hún sé óumdeilanlega í hópi marabou flugna, þá sker hún sig nokkuð frá öðrum vegna staðsetningar kragans, hann er ekki…
Það er gömul vísa og sígild í fluguhnýtingum að setja eitthvað bling á fluguna til að ná frekar athygli fiskins. Blingið getur verið af ýmsum tegundum og gerðum; tinsel, flashabou, þrívíddarflashabou (holographic), crystal hair, chrystal flash, pearl flat tinsel, oval (french) tinsel ofl. ofl. Með tíð og tíma hef ég aðeins dregið úr öllu þessu…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Lesendum þessarar síðu þarf ekkert að koma það á óvart þegar ég játa að ég hef undanfarin ár haldið tryggð við Joakim’s flugustangir í mínum meðförum. Stangirnar og sú þjónusta sem ég notið hjá Joakim’s hafa hreint og beint verið framúrskarandi og ég þori því alveg að lauma smá auglýsingu hér inn frá Joakim’s sem…