Ef kastinu þínu lýkur eðlilega, þ.e. ekkert kippir í línuna rétt áður en hún hefur náð að teygja úr sér, þá ætti taumurinn að fylgja línubugnum og leggjast fram í beinu framhaldi af línunni. Ef hann gerir það ekki gæti vel verið að ferill stangarinnar í kastinu hafi verið of langur. Áður en þú ferð…
Og enn tökum við fyrir eitt af grundvallaratriðum Bill Gammel. Þetta atriði fjallar um feril stangarinnar í gegnum kastið og þörfina á að við getum breytt honum og aðlagað þegar lengist í línunni. Þegar við stefnum á tiltölulega stutt kast, t.d. 12‘ notum við stutta færslu stangarinnar frá fremstu yfir í öftustu stöðu. Lengri köst…
Er virkilega svona erfitt að losna við vindhnúta eða eru þeir óhjákvæmilegur fylgifiskur fluguveiðinnar? Eitt sinn sagði góður maður við mig; Þeir sem fá ekki vindhnút stöku sinnum, eru ekki að veiða. Svo mörg voru þau orð og viðkomandi dró annað augað í pung þegar við heyrðum einn halda því fram að hann fengi aldrei…
Dýrbítur Mannskaðafluga sem glepur svo stóra fiska að veiðimanni er bráð hætta búinn er haft eftir höfundi hennar, Sigurði Pálssyni. Eitt er víst að þessi fluga er gjöful og hefur verið framanlega í boxum veiðimanna frá því hún hóf ónefnd feril sinn í Laxá í Dölum. Nafnið fékk hún 2004 eftir að hafa sett í 23 punda sjóbirting…
Pólska rótin að Euro Nymphing á rætur að rekja til áttunda áratugar síðustu aldar þegar Pólverjar tóku til við að þróa og veiða með afar lítilli línu í straumvatni, ef þá einhverri línu yfir höfuð. Þeir notuðu hefðbundnar fluguveiðistangir í stærðum #3 og #5 og taum sem var nokkuð frábrugðinn hefðbundnum taumum. Árið 1984 kynnti…
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á…