Nobbler Nobbler eða Dog Nobbler eins og hann heitir fullu nafni er til í ótal mörgum útgáfum og það er í raun eins og allar marabou flugur með áföstum augum í einni eða annarri mynd hafi fengið þetta nafn hérna á Íslandi. Af gefinni reynslu í vatnaveiði, þá mæli ég með að menn prófi stutta…
Héraeyra Það getur verið nokkuð snúið að setja saman uppskrift að Héraeyranu því það eru til svo ótalmörg afbrigði þessarar klassísku silungaflugu. Einhver laumaði því að mér að höfundur upprunalegu útgáfunnar væri mögulega breskur, David Hemming að nafni og hefði átt heima í Redditch á Englandi kringum 1832. Þetta væri það sem næst yrði komist…
Guide’s Nymph Eflaust hefur fáum dottið í hug að þessi fluga heiti eitthvað sérstakt enda gengur hún eða öllu heldur útlit hennar undir ýmsum nöfnum. Kannski var það bara einfaldleiki þessarar flugu sem greip mig og því ákvað ég að setja í nokkrar svona og setja hér inn á vefinn. Aðalatriðið við þessa uppskrift er…
Craven’s Haymaker Hverjum hefði dottið í hug að þessi fluga héti eitthvað sérstakt? En það er nú reyndar tilfellið að þessi Damsel / Nobbler / Woolly Bugger með gúmmílöppum heitir Haymaker og það sem meira er, hún er af Craven fjölskyldunni. Í nokkur ár var höfundur flugunnar, Charlie Craven að bögglast með hana í nokkrum…
Crane Fly Larva Hér er á ferðinni sérlega einföld fluga sem líkir eftir lirfu Tipulidae, öðru nafni hrossaflugu sem er væntanlega stærst mýflugna á Íslandi. Að mínu viti er það frekar óalgengt að íslenskir veiðimenn eltist við eftirlíkingar lirfunnar, fleiri hafa reynt sig við fullvaxta hrossaflugu. Ef hinir sömu veiðimenn væru urriðar, og valið stæði…
Copper John Þessi fluga er hönnuð af Bandaríkamanninum John Barr og eins og margar aðrar flugur í gegnum tíðina,var hún skýrð í höfuðið á höfundinum. Í sjálfu sér er þessi fluga ekkert sérstaklega ólík öðrum kopar-vír flugum sem stungið hafa upp kollinum, en einhverra hluta vegna hefur hún skapað sér varanlegan sess í boxum veiðimanna.…