Síðufjaðrir koma af svæðinu rétt undir væng fuglsins niður að kvið. Þessar fjaðrir hafa aukið vinsældir sínar jafnt og þétt og margir hnýtarar hafa vegna áferðar þeirra og eiginleika stórlega aukið notkun þeirra og þá sérstaklega í silungaflugur. Helst hafa menn sóst í fjaðrir andfugla enda margar þeirra þeim eiginleikum gæddar að hrinda vel frá…
Ég lét það alveg eiga sig seinni part vetrar að upplýsa um þurrfluguhnýtingar vetrarins. Kannski var ég ekkert of ánægður með útkomuna, baksaði lengi við ýmsar fjaðrir með mismunandi árangri, oftast lélegum. En, svo barst blogginu bréf frá Eiði Kristjánssyni sem færði mér kærkomin útgangspunkt til að tjá mig um þurrflugu(til)raunir mínar í vetur. Sæll…
Einstaklega mjúkar fjaðrirnar og áferðarfallegar. Þeir sem veigra sér við að bregða sér í franskan framburð nefna þær einfaldlega CDC eða rassendafjaðrir upp á íslensku. Frá náttúrunnar hendi eru þessar fjaðri þeim eiginleikum gæddar að hrinda frá sér nánast öllu vatni og henta því einstaklega vel í þurrflugur. Þær eru að vísu afskaplega viðkvæmar fyrir…
Ég hef verið að baksa við þurrflugurnar í morgun, en nú er mér öllum lokið. Þær hafa allar drukknað og sú síðasta sem ég prófaði í vatnsskálinni var svo örugg um að hún færi sömu leið og systur sínar að hún tók með sér björgunarhring. Ég verð víst að endurskoða eitthvað fjaðrirnar mínar og aðferðir…