Eins skemmtilegt og það nú getur verið að veiða fisk á létta græjur, þá getur gamanið kárnað þegar fiskurinn er ekki lengur með á nótunum og virðist bara alls ekki gera sér grein fyrir því hvaða taumur, lína og stöng eru á bak við fluguna sem hann tekur. Um árabil hafa línur verð flokkaðar eftir…
Þegar ég nefni sérsniðna tauma, þá er ég ekki að vísa til tauma sem veiðimaðurinn setur saman, styttir eða lengir eftir aðstæðum. Ég er að vísa til tauma sem eru sérsniðnir að ákveðinni línu, beinlínis niður í þyngd hennar og eiginleika. Áður en lengra er haldið, þá vil ég taka það fram að þetta er…
Í sumar sem leið vorum við veiðifélagarnir svo heppnir að vera boðið að fylla í hóp sem stundað hefur Veiðivötn í fjölda ára. Við þurftum ekki að hugsa okkur lengi um og þáðum boðið. Það hefur lengi verið hugur til þess hjá okkur að komast innar í landið að sunnan heldur en Framvötnin og þarna…
Þegar öllu er á botninn hvolft þá gegnir flugustöngin tveimur megin hlutverkum; koma línunni út með sómasamlegum hætti og styðja við baráttu þína þegar þú hefur tekið fisk. Þetta er einföld og góð skilgreining, punktur, málið dautt. Eða hvað? Óli og María í Veiðihorninu fengu um árið (2006) Hardy á Englandi til að hanna með…