Royal Wulff Auðvitað vekja svona flugur athygli, þær eru jú kallaðar á erlenda tungu ‘Attractors’ sem ég hef laumast til að kalla glepjur. En þessi fluga vekur reglulega athygli fyrir annað og meira; Hversu stutt getur verið á milli frumgerðar og þess að menn gefi meintri eftirlíkingu nýtt heiti? Það er ekkert laununga mál að…
Royal Coachman Forfaðir allra glepjuflugna (attractor fly) sem komið hafa fram. Bandaríkjamaðurinn John Haily kynnti hana fyrst til sögunnar árið 1878 sem þurrflugu upp úr Coachman flugu Englendingsins Tom Bosworth frá um 1820. Þessi fluga, eins ólíkindaleg og hún lítur nú út, hefur verið ótrúlega vinsæl allar götur síðan. Það var svo löngu, löngu síðar…
Rektor Laxá í Mývatnssveit hefur óbeint getið af sér fjölda flugna, Rektor er ein þeirra. Fluguna hnýtti Kolbeinn Grímsson og lét Bjarna Kristjánsson, rektor Tækniskólans hafa hana ónefnda til reynslu við Laxá. Í lok dags hafði flugan fært Bjarna fjölda fiska og þegar Kolbeinn var inntur eftir nafni hennar, skýrði hann hana umsvifalaust Rektor. Krókur:…
Rackelhanen Rackelhahn er blendingur af fasanategund (Þiði) og hænsfugls (Orra) sem er af sömu ætt og rjúpan. Ég þori hreint ekki að kveða upp úr um það hvort þessi blendingur sé í raun til eða hvort hann er einhver þjóðsaga eins og íslenska skoffínið sem á að vera afkvæmi kattar og refs. Hvað sem því…
Professor Klassískur fræðimaður frá Skotlandi, ein af elstu núlifandi flugum og þá á ég við að hylli hennar er enn gríðarleg meðal silungsveiðimanna og þá helst eins og hún var hnýtt upphaflega, með hringvafi úr langri fjöður sem nær ríflega öngullegginn. Einhvers misskilnings gætti um tíma um uppruna hennar, jafnvel talinn Amerísk, en höfundur hennar…
Mrs. Simpson Þessi fluga er kennd við hertogaynjuna af Windsor, Mrs. Wallis Simpson sem, enn það dag í dag, er eina konan sem hefur þótt meira spennandi en allt Breska heimsveldið. Að sögn eru fleiri konungar en þeir Bresku sem láta glepast af Mrs. Simpson. Sagt er að máttur þessarar flugu sé svo mikill að…