Í grunninn erum við alltaf að tala um fjórar tegundir flugna; púpur, votflugur, þurrflugur og straumflugur þó skilin á milli þeirra séu nokkuð föl á köflum. Þegar ég var að byrja fluguveiðar vöfðust svolítið fyrir mér allir frasarnir og týpurnar sem var að finna í bókum, á netinu og manna í millum. Til að einfalda…
Einhverra hluta vegna komu mér alltaf stórar, vel skreyttar laxaflugur frá Skotlandi í hug þegar minnst var á skrautflugur. En skrautflugur (enska: attractors) ná til fleiri flugna og fiska. Allar flugur sem hnýttar eru í björtum litum; þurrflugur, púpur og straumflugur sem ekki líkja eftir neinu því sem finnst í lífríkinu geta strangt til tekið…
Þegar ísa leysir þá fara að skapast fyrstu skilyrðin fyrir umbreytingu skordýra í vötnum. En það getur liðið langur tími þar til hitastig vatnsins rís að einhverju marki. Lífríkið fer hægt af stað, gyðlur og púpur fara yfirleitt á stjá, rólega þó, u.þ.b. viku áður en þær klekjast að því gefnu að vatnið hafi náð…
Nú þegar halla fer í haustið og veiðiferðunum fer að fækka, þá tekur maður upp á undarlegustu hlutum til að viðhalda sóttinni sem hefur herjað á mann í allt sumar. Eitt af því er að lesa ótrúlegustu greinar um það sem maður hefði átt að vita áður en lagt var af stað síðasta vor, t.d.…