Jamm, hér er öngull í rassi. Bæði hjá mér og frúnni. Veðrið var ekkert sérstakt á föstudaginn, rok og rigning og við mættum frekar seint á tjaldstæðið á Þórisstöðum. Prófuðum Glammastaðavatn (Þórisstaðavatn) aðeins um kvöldið en ekkert gekk. Renndum inn að Eyrarvatni á laugardaginn í þokkalegasta veðri og háðum hetjulega baráttu við mjög vaxandi gróður…