Festingar á flugu

Ekki þurfa allir listar að vera skráðir. Með tíð og tíma verða til listar í kollinum á hnýtaranum sem hann hefur í huga þegar hann hnýtir. Einn þessara lista sem ég hef myndað mér er hvar festa skuli tiltekna hluta flugunnar á öngulinn.

Hluti flugunnar Staðsetning Stærð Athugasemdir
Hnýtingarþráður festur Rétt aftar við auga flugunnar 4-5 vafningar Sumar flugur þarf að undirbyggja alveg aftur að bug og þá er það gert um leið og þráðurinn er festur
Broddur Við leggenda U.þ.b. jafn langur og haus flugunnar er áætlaður Hnýtt frá búk og aftur og til baka
Skott Festing ekki aftar en í flútti við odd önguls. 1 til 1,5 sinnum lengd leggjar. Flestar púpur eru með helmingi styttra skott
Rass Rétt framan við skott Einn eða tveir vafningar af efni
Vængstæði Frá skotti og fram að haus Á púpum er vængstæði gjarnan aðeins yfir frambúk
Vöf Vafið grysjótt yfir búkinn 4-6 vafningar með góðu bili á milli. Færri fyrir dubbaðan búk. Algengast er að hnýtarar vefji of oft yfir búk, gætið að því að undirliggjandi efni sjáist vel
Dubb Byrjar við skott og fram að haus. Byrja smátt, alltaf má bæta við Búkur púpu er yfirleitt afturmjókkandi
Skegg púpu Rétt aftan við haus U.þ.b. ¼ leggjar
Skegg votflugu Rétt aftan við haus Ætti að snerta odd öngluls
Skegg straumflugu Rétt aftan við haus Ætti að ná næstum að bug önguls
Vængur votflugu Fast við haus Örlítið lengri en leggurinn
Vængur staumflugu Rétt aftan við haus Allt að tvöföld legglengd

Tekið skal fram að þessi listi verður eflaust breytilegur eftir stíl hvers og eins hnýtara. Einhverjum gæti þótt þetta óþarfa listi, en hafa ber í huga að þessi atriði geta vafist fyrir byrjendum.

Keilur í mm og tommum

Þótt stærðir keilna til fluguhnýtinga séu ekki jafn margar og kúlna, þá getur verið gott að hafa við hendina smá gátlista yfir stærðir þeirra og passandi króka.

X-Small 5/32” ~ 4.0mm 6,8 & 10
Small 3/16” ~ 4.8mm 4,6 & 8
Medium 7/32” ~ 5.5mm 2,4 & 6
Large 1/4” ~ 6.4mm 1,2 & 4

Einhverjar stærðir (mm) kunna að koma einkennilega fyrir sjónir, en það helgast af því sem ég hef fundið erlendis (US tommur) og ég paraði með námundum við þekktar evrópskar stærðir.

Hnýtingarþráður

Algengast er að hnýtingarþráður sé einkenndur með öðru tveggja; X/0 einkenni (núll skali) þar sem hærri tala (X) gefur til kynna grennri þráð (8/0 er grennri en 6/0). Hinn skalinn er denier þar sem hærri tala gefur til kynna grófari þráð. Denier er fjöldi ½ gr. í hverjum 450 m af þræði.

Nýlega var síðan enn öðrum mælikvarða bætt við innan Evrópu sem kallast Decitex og hann er fundinn með því að vigta 10.000 metra í grömmum. Einstaka aðilar eru þegar farnir að merkja sinn þráð innan þessa skala.

Hnýturum hefur gengið erfiðlega að bera þessa skala saman, m.a. vegna mismunandi hráefna í hnýtingarþráðum sem skekkir samanburðin, en þokkalega góðri nálgun má styðjast við eftirfarndi töflu til samanburðar sé um sambærilegt efni að ræða.

Núll skali Denier (nálgun) Decitex (nálgun)
1/0 600 667
3/0 180 200
6/0 100 111
8/0 70 78
10/0 60 67
12/0 50 56
18/0 30 33

Algengast er að hnýtingarþráður sé framleiddur úr polyester og nylon, en GSP (gel spun polyethylene) og kevlar þræðir hafa verið að ryðja sér til rúms síðari ár. Einstaka sinnum hrasar maður yfir hnýtingarþráð úr rayon, dacron eða ekta silki en það er sjaldan.

Eftirfarandi töflu hef ég sett saman úr upplýsingum og áliti fjölda hnýtara ásamt því að leita upplýsinga frá framleiðendum. Tekið skal fram að ég sjálfur hef ekki prófað nema lítinn hluta þessara tegunda og víða má finna matskennda upplifun hnýtara af hverri gerð.

Tegund Gerð Hráefni Aught Denier Decitex Þvermál (mm) Slitstyrkur (gr) Lýsing og eiginleikar
Benecchi Fine 8/0 Polyester 8/0 150 167 0.056 822 Sterkur
Benecchi Ghost Thread Mono 60  67 0.076 312 Mjög mjúkur
Benecchi Super/Ultra Strong GSP 10/0 50 56 0.033 1077 Sterkur, mjúkur og gott að kljúfa og leggst vel
Benecchi Superfine 10/0 Polyester 10/0 120 133 0.051 680
Benecchi Ultrafine 12/0 Polyester 12/0 70 78 0.048 450
Cascade crest 210 Flat Waxed Thread 210  233
Cascade crest 6/0 Combo 6/0 Gott að kljúfa
Cascade Crest 6/0 Thread Polyester 6/0 70 78
Cascade Crest Euro Thread Polyester 8/0
Cascade Crest Euro Thread Polyester 6/0
Cascade Crest Euro Thread Polyester 12/0
Cascade Crest Euro Thread Polyester 3/0
Cascade Crest Kevlar Kevlar 3600 Sérstaklega sterkur
Danville Flat Waxed Nylon Nylon 210 233 0.051 1304 Mjög sterkur
Danville Flymaster 6/0 Nylon 6/0 70 78 0.038 312 Slakur slitstyrkur
Danville Flymaster Plus 140 Nylon 140 156 0.046 907 Sterkur
Danville Flymaster Plus 210 Nylon 210 233 0.071 1360 Mjög sterkur
Danville Monocord Nylon 3/0 116 129 0.066 737 Sterkur og leggst ágætlega
Danville Monofilament Fine Mono 0.152 Mjög mjúkur
Danville Monofilament Ultra Fine Mono 0.102 Mjög mjúkur
Danville Spiderweb Mono 16/0 30 33 0.051 142 Mjög mjúkur og mjög slitgjarn
Gordon Griffiths Cobweb Polyester 6/0 134 149 0.104 1900 Mjög sterkur
Gordon Griffiths Sheer Polyester 14/0 72 80 0.046 450 Miðlungs sterkur
Gordon Griffiths Wisp Polyester 8/0 108 120 0.056 425 Miðlungs sterkur
Gudebrod 10/0 Polyester 10/0 45  50 0.025 255 Slakur slitstyrkur
Gudebrod 10/0 Mono Mono 10/0 50  56 0.152 1219 Mjög sterkur
Gudebrod 3/0 Polyester 3/0 176 196 0.102 1077 Sterkur
Gudebrod 6/0 Polyester 6/0 143 159 0.058 920 Sterkur
Gudebrod 6/0 Mono Mono 6/0 131 145 0.152 Mjög sléttur
Gudebrod 8/0 Polyester 8/0 67 74 0.046 450 Miðlungs sterkur
Gudebrod G Mono 210 233 0.178 1559 Mjög sterkur og sléttur
Gudebrod G Polyester 330 367 0.089 1673 Mjög sterkur
Gudebrod GX1 GSP 70 78 0.025 2523 Sérstaklega sterkur og gott að kljúfa
Gudebrod GX2 GSP 130 144 0.042 Sléttur, mjúkur og gott að kljúfa
Gudebrod Kevlar Kevlar 3/0 115 128 0.089
Lagartun XX Strong GSP 50 56 Mjúkur og gott að kljúfa
Lagartun XX Strong GSP 100 111 Mjúkur og gott að kljúfa
Lagartun XX Strong GSP 130 144 Mjúkur og gott að kljúfa
Lagartun XX Strong GSP 75 83 Mjúkur og gott að kljúfa
Lagartun Polyester 74  81 0.030 454 Miðlungs sterkur
Lagartun Polyester 95  106 0.036 482 Miðlungs sterkur
Lagartun Polyester 150 167 0.048 907 Sterkur
Montana Fly Co 3/0 Nylon 3/0 135 150 0.056 709 Sterkur
Montana Fly Co 6/0 Nylon 6/0 110 122 0.051 652 Miðlungs sterkur
Montana Fly Co 8/0 Nylon 8/0 72 80 0.036 397 Frekar slitgjarn
Montana Fly Co Nylon 350  389 0.081 1927 Mjög sterkur
Orvis 12/0 Polyester 12/0 0.050
Orvis 6/0 Polyester 6/0 0.060
Orvis 8/0 Polyester 8/0 0.055
Pearsall Silk Silk 140  156
Petitjean Split Second Thread 8/0
Roman Moser Carbon Fiber Tying Thread Carbon 3/0
Roman Moser Power Silk 1/0 (Sterkur) Dyneema Thread GSP 1/0 1814 Mjög sterkur, mjúkur og gott að kljúfa
Roman Moser Power Silk 10/0 (fine) Dyneema Thread GSP 8/0 55  61 0.033 1077 Mjög sterkur, mjúkur og gott að kljúfa
Roman Moser Power Silk 5/0 (medium) Dyneema Thread GSP 6/0 115  128 0.033 2041 Mjög sterkur, mjúkur og gott að kljúfa
Roman Moser RM – Pre waxed Tying Thread Midge Polyester 10/0
Roman Moser RM – Pre Waxed Tying Thread Standard Polyester 6/0
RST Dynacord (Dynema) GSP 150  167 0.135 3430 Sérstaklega sterkur og mjúkur, gott að kljúfa
Semperfli Fluoro Brite Polyester 120 133 0.120 Grófur og erfitt að kljúfa
Semperfli Nano Silk 50D 12/0 GSP 12/0 50  56 0.038 1900 Mjög sterkur og mjúkur
Semperfli Nano Silk Big Game 200D 3/0 GSP 3/0 200 222 0.062 7600 Sérstaklega sterkur og mjúkur
Semperfli Nano Silk Predator 100D 6/0 GSP 6/0 100 222 0.041 3800 Sérstaklega sterkur og mjúkur
Semperfli Nano Silk Ultra Fine 30D 18/0 GSP 18/0 30  33 0.025 1140 Sterkur og mjúkur, gott að kljúfa
Semperfli Spyder Thread Polyester 18/0 30 33 0.051 Erfitt að kljúfa
Semperfli Tying Thread 6/0 Polyester  6/0 0.067 Erfitt að kljúfa
Semperfli Tying Thread 8/0 Polyester 8/0 Erfitt að kljúfa
Sparton Fluorescent Polyester 162  180 907 Sterkur
Sparton Macro Polyester 225  250 1360 Mjög sterkur
Sparton Micro Polyester 8/0 72  80 566 Miðlungs sterkur
Sparton Professional Polyester 4/0 135 150 992 Sterkur
Tiemco TMC 16/0 Thread+ Pre-waxed Polyester 16/0
UNI BigFly Polyester 400  444 0.089 2830 Sérstaklega sterkur en erfitt að kljúfa
UNI Caenis Nylon 20  22 0.043 85 Mjög slakur
UNI Kevlar Kevlar 3/0 200 222 3798 Sérstaklega sterkur en erfitt að kljúfa
UNI Trico Nylon 17/0 40 44 0.051 142 Mjög slakur
UNI UNI-Cord GSP 7/0 100  111 0.036 3622 Sérstaklega sterkur og gott að kljúfa
UNI UNI-Cord GSP 8/0 75 83 0.036 1928 Mjög sterkur og mjúkur, gott að kljúfa
UNI UNI-Cord GSP 12/0 50 56 0.023 1811 Mjög sterkur og mjúkur, gott að kljúfa
UNI UNI-Mono Fine Mono 3/0 0.102 623 Miðlungs sterkur, ókljúfanlegur
UNI UNI-Mono Medium Mono 0.178 1670 Mjög sterkur, ókljúfanlegur
UNI UNI-Nylon 210 Nylon 210 233 0.051 1500 Mjög sterkur og gott að kljúfa
UNI UNI-Nylon 70 Nylon 70 78 0.074 822 Sterkur og gott að kljúfa
UNI UNI-Thread 1/0 Neon Fluorescent Polyester 1/0 234 260 992 Sterkur
UNI UNI-Thread 3/0 Polyester 3/0 220 244 907 Sterkur en erfitt að kljúfa
UNI UNI-Thread 6/0 Polyester 6/0 135 150 0.041 930 Sterkur en erfitt að kljúfa
UNI UNI-Thread 8/0 Polyester 8/0 72 80 0.051 450 Miðlungs sterkur, erfitt að kljúfa
UNI UNI-Thread A+ Polyester 315  350 1360 Mjög sterkur
Veevus 10/0 Polyester 10/0 110 122 0.055 800 Sterkur og gott að kljúfa, leggst vel
Veevus 12/0 Polyester 12/0 70 78 0.047 530 Miðlungs sterkur, gott að kljúfa og leggst vel
Veevus 14/0 Polyester 14/0 70  78 0.049 520 Miðlungs sterkur, gott að kljúfa og leggst vel
Veevus 16/0 Polyester 16/0 50 56 0.038 430 Miðlungs sterkur, gott að kljúfa og leggst vel
Veevus 6/0 Polyester 6/0 110 122 0.065 1000 Sterkur, gott að kljúfa og leggst vel
Veevus 8/0 Polyester 8/0 110 122 0.059 1000 Sterkur, gott að kljúfa og leggst vel
Veevus G20 100D GSP 100  111 0.033 Leggst vel, mjúkur og gott að kljúfa
Veevus G20 150D GSP 150 167 0.042 3742 Sérstaklega sterkur og mjúkur, leggst vel og gott að kljúfa
Veevus G20 200D GSP 200  222 0.050 Leggst vel, mjúkur og gott að kljúfa
Veevus G20 30D GSP 18/0 30 33 0.025 652 Miðlungs sterkur, mjúkur , leggst vel og gott að kljúfa
Veevus Monofil Thread Mono 0.100 Mjög mjúkur
Veevus Monofil Thread Mono 0.200 Mjög mjúkur
Wapsi GSP 100 GSP 100 111 0.030 3630 Sérstaklega sterkur og mjúkur, leggst vel og gott að kljúfa
Wapsi GSP 130 GSP 130 140 0.051 2950 Sérstaklega sterkur og mjúkur, leggst vel og gott að kljúfa
Wapsi GSP 200 GSP 200 222 7250 Sérstaklega sterkur og mjúkur, leggst vel og gott að kljúfa
Wapsi GSP 50 GSP 50 56 0.020 1815 Mjög sterkur og mjúkur, leggst vel og gott að kljúfa
Wapsi GSP 75 GSP 75 83 2720 Sérstaklega sterkur og mjúkur, leggst vel og gott að kljúfa
Wapsi UTC 140 Nylon 140  156 0.041 900 Sterkur og mjúkur, gott að kljúfa og leggst vel
Wapsi UTC 210 Nylon 210 233 0.081 1350 Mjög sterkur og mjúkur, leggst vel og gott að kljúfa
Wapsi UTC 280 Nylon 280 311 0.069 1800 Mjög sterkur og mjúkur, leggst vel og gott að kljúfa
Wapsi UTC 70 Nylon 70 78 0.028 450 Miðlungs sterkur, mjúkur og leggst vel, gott að kljúfa
Wapsi UTC Mono Fine Mono 0.010 Einstaklega mjúkur, óklúfanlegur
Wapsi UTC Mono Medium Mono 0.015 Einstaklega mjúkur, óklúfanlegur
Wapsi UTC Mono Thick Mono 0.020 Einstaklega mjúkur, óklúfanlegur
Wapsi UTC Ultra Thread Kevlar Kevlar 200  222 Mjög erfitt að kljúfa

Krókar

ÞURRFLUGUKRÓKAR – STRAUMFLUGUKRÓKAR – VOTFLUGU- OG PÚPUKRÓKAR

Hér eru þrjár töflur sem sýna nokkrar helstu gerðir og tegundir króka þar sem sambærilegum krókum er raðað saman frá nokkrum mismunandi framleiðendum. Athugið að ekki er tekið tillit til mismunandi stærðarflokka framleiðenda þannig að krókur eins #10 getur verið #12 frá öðrum og svo framvegis. Reynt var að hafa myndirnar í sömu stærðarhlutföllum þannig að vel má ímynda sér að þær séu allar af krókum #10 þannig að legglengd og sverleiki sé hve sýnilegastur.

Þurrflugur

Mynd Mustad Daiichi Tiemco Orvis Cabelas DaiRiki Partridge Gamakatsu EagleClaw Fullingmill Kamasan
94840 1170
1180
1182
5210
146Z
100
1876
1523
01 300
320
L2A S10 59 31180 B401
94833 5230
902BL
 –  –  – YL4A S10-3F  –  –  –
 –  –  –  –  –  –  –  – 31550 B405
94845 1190 100BL
100SP
1877 02  – YL3A
E1AY
E3AY
S10-B 61 31310 B400
94831 1280 2302
5212
109BL
1638 03 280 H1A P10-2L1H  – B410
 –  –  –  –  –  –  –  –  –  – B200
80000BR 1100 100
103BL
4864  – 320  –  –  –  –  –
94859 1110 101 4641 04 310 S10S  –  –  –
94838
7957B
1310
1640
921
9300
1509 305 E6A S10-25  –  – B410
94842 1330 500U  – L3B S10U 59  –  –
94859 1480 501 170T 310 K1A S13S-M  –  –  –
   –  – 518  – SLD  –  –  –  –
   – 900BL  –  –  – SUD  –  –  –  –
   – 212Y 15BNX  –  –  –
   –  – 112Y  –  –  – 15BN  –  –  –  –

Votflugur og púpur

Mynd Mustad Daiichi Tiemco Orvis Cabelas DaiRiki Partridge Gamakatsu EagleClaw Fullingmill Kamasan
3906
3906B
1550
1560
3769
3761
347Z
9300
167T
1524
22
30
060
070
G3A
TWH
YL2A
L10-2H 31530 B175
S70-3399 1550 3769
9300
 –  –  –  –  –  –  –
S60-3399A 1550 3769
9300
 –  –  –  –  –  –  –
3908 1530 3769 1641  – D75 BIN  –  –  –  –
7957 1530 3769  –  – 305  –  –  –  –  –
81002BR 1730  – 700B  – C11-5L2H  –  –  –
9174 1510 105  – 155 C14S  –  –  –
 –  –  –  –  –  – 31510 B160
 –  –  –  –  –  –  –  –  – 31550 B170
94831
C49S
1130 2488
2487
246Z
1639 20 125
135
YK4A C12 55 31160 B100
C67S 1150 2457  – 26  – 56 31165 B110
 –  –  –  –  –  –  –  –  – 31150 B420
C068 1120 2457 62KC 25 135  –  –  –  –
  80100BR 1140 106BL 1639 21 31160 B100
C53S 1270 2312
200R
1510 270 YK12ST 52 31270 B220
1260 2302 122J 280  –  –  –  –
 –  –  –  –  –  –  –  – 32220 B800

Straumflugur

Mynd

Mustad

Daiichi Tiemco Orvis Cabelas DaiRiki Partridge Gamakatsu EagleClaw Fullingmill

Kamasan

9672

1720 5263 1526 24 710 S11-4L2H

58

 –  –

9671

1710 5212
5262
1524 23 730 YH1A  – 63 31710

B830

76580

2220 9394
9395
0176 700 D4A
YD4AF
 – 281  –

B820

9674

1750 9395 0167 40  –

D3ST

 –  –  –  –

3665A

2340 300 1511  –

CS17

 –  –  –  –

9575

2220 765TC  – S11S-4L2H  –

B820

3262

2460

 –  –  –  –  –  –  –  –  –


Rétt er að taka það fram að stuðst er við nokkrar töflur við gerð þessara taflna, helst ber það að nefna töflur frá GFF, MidCurent, Mustad og Orvis auk annars efnis sem fannst á netinu og í upplýsingum frá framleiðendum.

Taumar og flugur

Einföld regla við val á taum á móti flugu er að deila í stærð flugunnar með 4 og rúna útkomuna niður í heila tölu. Með þessu móti fæst X stærð taums og taumaenda. Þetta er auðvitað aðeins þumalputtaregla, oft getur reynst nauðsynlegt að nota sverari taum ef um mjög þunga flugu er að ræða þannig að taumurinn ráði við að leggja hana eðlilega fram.

Þvermál taums („) Þvermál taums (mm) Stærð taums Slitstyrkur í pundum * Stærð flugu
0.003 0.0762 8x 1.2 24, 26 & 28
0.004 0.1016 7x 2.0 20, 22, 24 & 26
0.005 0.1271 6x 3.0 16, 18, 20 & 22
0.006 0.1524 5x 4.0 14, 16 & 18
0.007 0.1777 4x 5.0 12, 14 & 16
0.008 0.2032 3x 6.0 10, 12 & 14
0.009 0.2286 2x 7.0 6, 8 & 10
0.010 0.2540 1x 8.5 2, 4 & 6
0.011 0.2794 0x 10 1/0, 2 & 4
0.012 0.3048 x1 12 2/0, 1/0 & 2
0.013 0.3302 x2 14 3/0, 2/0, 1/0 & 2
0.014 0.3556 x3 16 5/0, 4/0, 3/0 & 2/0
0.015 0.3810 x4 18 6/0, 5/0, 4/0 & 3/0

*Slitstyrkur tauma og taumaefnis getur verið breytilegur eftir framleiðendum.

Kúlur í mm og tommum

Eitt er það sem vafðist verulega fyrir mér í upphafi og það var að para saman stærðir á kúlum í mm. og tommum við stærðir öngla. Til að einfalda málið setti ég mér upp eftirfarandi töflu með algengustu stærðum kúlna og viðeigandi öngla.

1.5mm ~ 1/16″ 20, 22 & 24
2.0mm ~ 5/64″ 18 & 20
2.4mm ~ 3/32″ 16 & 18
2.8mm ~ 7/64″ 14 & 16
3.2mm ~ 1/8″ 12 & 14
4.0mm ~ 5/32″ 10 & 12
4.4mm ~ 11/64″ 8 & 10
4.8mm ~ 3/16″ 6 & 8
5.0mm ~ 13/64″ 4 & 6
5.5mm ~ 7/32″ 2 & 4

Einhverjar stærðir (mm) kunna að koma einkennilega fyrir sjónir, en það helgast af því sem ég hef fundið erlendis (US tommur) og ég paraði með námundum við þekktar evrópskar stærðir.

Hnýtingarefni

Úrval hnýtingarefnis er orðið með þvílíkum eindæmum að oft eiga byrjendur erfitt með að fóta sig í flórunni. Hvað þarf ég að nota? Hvað þýða öll þessi heiti? Hvað er þetta eiginlega notað í? Þetta voru spurningarnar sem veltust um í mínum huga þegar ég byrjaði að hnýta. Eftir á að hyggja hefði e.t.v. verið ágætt að fara á hnýtingarnámskeið því flestir leiðbeinendur byrja námskeiðin á því að fara yfir helstu efni og áhöld sem gott er að hafa til að byrja með. Hér er ætlunin að draga saman nokkrar gerðir áhalda og efna sem notaðar eru við hnýtingar. Listinn er ekki tæmandi, en kemur vonandi þó einhverjum að gagni.

Dæmi um byrjendapakka

Áhöld: hnýtingarþvinga, keflishaldari, skæri, fjaðurtöng og nokkrir önglar

Efni: glitrandi þræðir í stél og vængi, flos, chenille í 2-3 litum, ull í búk í 5-10 litum, flatt tinsel #10 (silfrað öðru megin, gyllt hinum megin), peacock herl, hana eða hænu kambur, marabou fjaðrir í nokkrum litum, hnýtingarþráður 8/0 í svörtu og e.t.v. brúnu, lakk.

Með svona pakka getur maður alveg komist af stað, prófað sig áfram með flugur eins og Peacock, Nobbler, Wooly Bugger o.fl.

Áhöld

Fjaðurtöng – Hackle plier Þegar kemur að því að vefja fjöður um fluguna er svo til nauðsynlegt að eiga eina svona. Þær eru ýmist með eða án fóðringar á snertunum, smekksatriði hvora útgáfuna menn vilja.
Hnífur Það er nauðsynlegt að vera með góðan dúkahníf eða skurðlæknahníf innan seilingar við fluguhnýtingar.
Hnýtingarþvinga – Vise Nauðsynlegt áhald til fluguhnýtinga. Hægt að fá mjög þokkalega þvingu fyrir innan við 5 þ.kr. Lengra komnir vilja e.t.v. fá þvingu sem ræður við að önglinum sé velt á alla kannta án þess að losa hann úr þvingunni.
Keflishaldari – Bobbin Nauðsynlegt áhald, ekki verra að eiga tvo eða fleiri. Góður haldari er úr ryðfríu stáli, bestu með keramik pípu sem hættir síður til að slíta þráðinn.
Nálar – Bodkin Mikið notað í hnýtingum, t.d. til að lagfæra bolklæðningar eða til að lakka fluguhöfuð. Fleiri betri en færri.
Skæri – Scissor Skæri eru ómissandi, tvenn betri en ein þannig að maður getur notað önnur í fínt efni, hin í gróft.
Staflari – Hair stacker Fyrir þá sem hnýta hárvængi er nauðsynlegt að eiga einn (eða tvo) svona.
Whip Finisher Ekki óalgengt að byrjendum sé ráðlagt að festa kaup á einum svona til að setja tryggan endahnút á fluguna. Svo eru þeir sem ekkert vilja annað en nota fingurna eins og undirritaður.

Búkefni

Antron Gerfiefni sem gjarnan er spunnið í þræði, mismunandi grófa og mikið notað í búk á flugu.
Chenille Algengt hnýtingarefni sem líkist einna helst linum pípuhreinsara og er notað sem búkefni í ýmsar flugur. Fáanlegt í ýmsum litum, sverleika, glitrandi eða matt.
Flos – Floss Algengt búkefni í straumflugur. Til í ýmsum sverleikum og litum.
Fritz Tví-spunnið garn utan um glitrandi þræði, líkist horuðum pípuhreinsara.
Garn – Yarn Endalausir möguleikar; bómull, nylon, rayon, antron, mohair og íslensk ull. Fyrir utan að kaupa það á litlum spólum, má alltaf kíkja í saumakörfuna á heimilinu og stela smá spotta og vinda upp á pappaspjald.

Döbbefni

Flash döbb Margar gerðir til, flestar eiga þær það sameiginlegt að vera framleiddar úr gerfiefnum með háu hlutfalli glitrandi tinsel þráða.
Glitdöbb – Ice Dubbing Hvort heldur framleitt algerlega úr gerfiefnum eða blanda t.d. héra og glitrandi gerfiefna. Tilvalið í að auka sýnileika hefðbundinna flugna eins og Héraeyra.
Íslensk ull Enginn skyldi vanmeta gæði íslensku ullarinnar við fluguhnýtingar. Fíngert þelið úr íslensku ullinni gefur mun dýrara efnum ekkert eftir.
Kanínuhár – Rabbit dubb Mjög algengt að döbba flugur með kanínuhári, ódýrt og nokkuð viðráðanlegt döbbefni.
Selshár – Seal Eitthvert besta döbb efni sem unnt er að fá í flugur. Hárið hefur einstaklega mikinn gljáa og endist vel.

Fjaðrir

Fasana sverð – Pheasant tail Notadrýgstu fjaðrir sem hægt er að eignast fyrir fluguhnýtingar; skott, fætur og búkefni. Auðvitað uppistaðan í Sawyer’s Pheasant Tail, flugunni sem engin hefur komist í hálfkvisti við.
Grágæs Allt of fáir (skot)veiðimenn hirða um að nýta fjaðrir grágæsarinnar því svörtu stélfjaðrirnar eru meira en fyrsta flokks hnýtingarefni eins og þær koma af fuglinum og vel mætti lita bringu- og síðufjaðrir til ýmissa nota.
Gullfasani – Golden pheasant Það er einfaldlega ekki til neinar fjaðrir sem koma í stað þessara fjaðra í teal flugur og coachman.
Hænufjöður – Hen hackle Fyrst og fremst notaðar í votflugur en nýtast vel í vængi á þurrflugur. Almennt lengri en hanafjaðrir, ekki eins stífar.
Hanafjöður – Cock hackle, Rooster hackle Notaðar fyrst og fremst í þurrflugur, stífari og almennt lengri en hænufjaðrir.
Marabou Mjúkar, næstum loðnar fjaðrir af storki eða kalkún. Vinsælar í margar gerðir straumflugna, s.s. Nobbler og sem fylling í vængi t.d. í Black Ghost. Fást í öllum regnbogans litum, jafnvel flúrljómaðar.
Páfugl – Peacock Sverðfjaðrir notaðar í litríkar straum- og votflugur en ‘herl’ notað í púpur eins og t.d. Peacock’inn hans Kolbeins Grímssonar.
Rassandafjaðrir – cul de canard (CDC) Náttúrulega vatnsvarðar fjaðrir af gumbi andar, rétt við fitukirtilinn. Óumdeilanlega bestu fjaðrir í þurrflugur sem hægt er að fá sökum flothæfni þeirra.
Rjúpa Hvítu rjúpufjaðrirnar má nota í allar flugur þar sem hvítt kemur fyrir. Af vængjum og hálsi fuglanna má fá þéttar, fíngerðar fjaðrir sem fylla skemmtilega í kinnar ásamt stærri fjöðrum úr t.d. stéli í vængi flugna.
Stokkönd – Mallard Brúnar síðufjaðrir stokkandar eru mikið notaðar í vængi ásamt þeim koparlituðu. Stóru bláu vængspeglarnir nýtast einnig í vængi. Léttur göngutúr meðfram Tjörninni getur gefið vel af sér.
Strútur – Ostrich Fyrir þurrflugur og bústnari púpur nota menn gjarnar fjaðrir af strút í stað páfugls þar sem þær eru léttari og fyllri en t.d. Peacock herl.
Ungverskur fasani – Hungarian Partidge Besta fáanlega hráefnið í mjúka kraga og skegg. Nauðsynlegar fyrir hnýtingu caddis púpa. Nátturulegir litir; ólívugrænt, brúnt, ljósrautt, gult.

Hár

Dádýrshár – Bucktail Dádýrshár taka lit mjög vel, frekar gróf og henta því best í miðlungs og stærri straumflugur og auðvitað í ‘bucktail’ flugur
Heimskautarefur – Artic fox Gersemi í fluguvængi, stél og vængþekjur. Gróft yst, fíngerðara innar.
Hjartarhár – Deer Gróft, en ekki eins gróft og dádýrshár og nýtist því jafnvel í minni flugur.
Hrosshár Hár af síðu hrossa er fyrirtaks efni í fluguvæng. Lengri, grófari hár s.s. úr faxi og toppi má nota í vængþekjur og langa vængi.
Íkornahár – Squirrel Íkronahár eru fíngerð, rákótt og tilvalin í straumflugur fyrir silung. Hafa góða endingu og auðvelt að vinna með. Ýmist lituð eða náttúrlega grá eða brún.
Kálfshár – Calf Mikið notað í vængi og stél á hárflugum. Fæst bæði úr hala og af síðu kálfa. Ómissandi þar sem þörf er á fíngerðari og beinni hárum en almennt fást úr hölum.
Kanínuhár – Rabbit fur Fíngerð og meðfærileg hár sem henta vel í bústnar flugur. Náttúrleg og lituð, jafnvel flúrljómuð.
Kattarhár Nú hljóp á snærið hjá mér, kattareigandanum, því kattarhár eru með allra bestu hárum sem hægt er að fá í vængi. Kattarhár hafa mikinn eðlilegan gljáa og taka lit mjög vel.

Hnýtingarþráður

Hnýtingarþráður – Tying thread Í stað þess að tilgreina ákveðnar stærðir og gerðir hnýtingarþráðar ætla ég að telja hér til nokkur atriði sem vert er að hafa í huga þegar velja skal hnýtingarþráð.- Algengast er að tvinni sé einkenndur með öðru tveggja X/0 einkenni þar sem hærri tala (X) gefur til kynna grennri þráð (8/0 er grennri en 6/0). Hitt einkennið er ‘denier’ þar sem hærri tala gefur til kynna grófari þráð. Denier er fjöldi ½ gr. í hverjum 450 m af þræði. Þekktur þráður eins og t.d. UNI 8/0 er c.a. 70 denier, 6/0 er aftur á móti 137 denier. Þessar tölur er síðan allt aðrar sé rætt um t.d. Danville þráð eða UTC. Ef þú nærð leikni í að hnýta með UNI 8/0 án þess að slíta í tíma og ótíma ertu í nokkuð góðum málum, þú nærð nettari hausum og getur hnýtt á smærri öngla.- Mismunandi tegundir hafa mismunandi eiginleika. GSP þráður (gel spun polyethylene) er afar sterkur miðað við þvermál, en getur verið nokkuð vandmeðfarinn þar sem hann er nokkuð sleipur. UTC þráður leggst frekar flatur sem getur auðvitað komið sér vel í ýmsum flugum. UNI er áræðanlegur og sterkur þráður sem flestum framar bíður upp á gott úrval lita, allt frá jaðarlitum yfir í jarðliti (neutral). Danville hefur um langt skeið verið í fararbroddi framleiðenda og oftar en ekki verið fyrstir á markaðinn með nýjungar.

Tegundirnar eru óteljandi, prófaðu þig áfram með nokkrar þeirra þangað til þú finnur þá gerð, styrkleika og áferð sem þér hentar. Góður hnýtingarþráður er breytilegur eftir einstaklingum.

Kúlur og hausar

Augu – Dumbell eyes Notað líkt og vaskakeðjan í augu á straumflugum.
Dúkkuaugu – Doll eyes Álímd augu í ýmsum stærðum og litum, helst notuð á straumflugur í stað þess að mála augu.
Keiluhausar – Coneheads Algengastar í stærðum frá 3,0 – 5,0 mm. Framleiddar úr ýmsum málmum; stál, brass, kopar, nikkel og tungsten. Ýmist með málmáferð eða litaðar. Mest notaðar til að þyngja straumflugur.
Kúlur – Beads Algengastar í stærðum frá 2,5 – 3,5 mm. Framleiddar úr ýmsum málmum; stál, brass, kopar, nikkel og tungsten. Ýmist með málmáferð eða litaðar. Notaðar jöfnum höndum til að þyngja púpur og straumflugur.
Vaskakeðja – Bead Chain Klippt niður í pör og notuð sem augu á ýmsar straumflugur, þekktust þeirra er væntanlega Dog Nobbler.

Lakk, lím og vax

Lakk – Cement / Varnish Nauðsynlegt er að nota gott lakk til að lakka yfir haus og/eða búk flugunnar til að auka endingu hennar. Auk glæra lakksins er ekki verra að eiga rautt, gult og svart.
Tonnatak – Crazyglue Ekki verra að hafa eina svona við höndina þegar tryggja skal endingu flugunnar. Nokkuð notadrjúgt í ýmsar púpur o.fl.
Vax Ýmsar tegundir eru til af vaxi sem borið er á hnýtingarþráðinn þegar döbba skal með fíngerðum hárum. Sjálfur hef ég alltaf, ekki vax heldur lyktarlausan varasalfa á borðinu hjá mér. Einhvern veginn hefur hann reynst mér best í döbbinu og svo er hann helmingi ódýrari.
Þynnir – Thinner Oft getur verið heppilegt að eiga viðeigandi þynni fyrir lakkið þegar það tekur að stífna með tímanum.

Vöf

Ávalt tinsel – Oval tinsel Notað til að styrkja og fegra búk straumflugna. Tegundirnar eru óteljandi, helstu stærðir eru þrjár; grannt, miðlungs og gróft.
Flatt tinsel – Flat tinsel Það má í raun segja það sama um flatt tinsel og það ávala. Ekki er verra að slá tvær flugur í einu höggi og kaupa tinsel sem er gyllt öðru megin og silfrað hinum megin, tvöföld nýting.
Koparvír – Copperwire Það er einfaldlega ekki hægt að hnýta bestu flugu allra tíma, Pheasant Tail án þess að eiga koparvír. Auðvitað má kaupa vírinn í næstu verslun eins og hverja aðra hnýtingarvöru,en eins og lesendur bloggsins hafa kannski orðið varir við, þá finnst mér einstaklega gaman að því að verða mér úti um ýmislegt utan verslana. Þess vegna hef ég alltaf augun opinn þegar gömlu (biluðu) rafmagnsdóti er hent því víða leynist mjög góður kopar, jafnvel glansandi fínn álþráður sem ekki er síðri í vöf.

Ýmislegt

Blýþráður – Lead wire Nauðsynlegur til að þyngja flugur. Síðari ár hafa menn horft meira til umhverfisvænni efna s.s. tungsten sem þar að auki er 4x þyngra.
Glitþræðir – Flashabou, Christal Flash, Micro Flash o.fl. Allt frá því að vera áþekkast glitrandi tinsel yfir í það að vera glitrandi einþátta þræðir. Oftast notað í stél eða vængi flugna.

.