Framvötn undir ís

24. apríl 2017 – 1. Herbjarnarfellsvatn – 2. Löðmundarvatn – 3. Lifrarfjallavatn – 4. Dómadalsvatn – 5. Eskihlíðarvatn

Landið skartaði sínu fegurst í gær þegar ég var á leið heim frá útlöndum. Rétt eins og flestir aðrir um borð í flugvélinni, smellti ég af nokkrum vel völdum myndum og þá sérstaklega af nágrenni Veiðivatna og Landmannahellis. Eins og sjá má eru öll vötn í nágrenni Landmannahellis enn undir ís en nú er rétt tæpur einn og hálfur mánuður þar til fært verður að Framvötnum.