Febrúarflugur 2015

Það voru hreint ótrúlegar undirtektir sem þetta uppátæki fékk á Facebook. En, nú er komið að lokum og við höfum sett saman myndband með öllum þeim 225 flugum sem 26 hnýtarar lögðu fram.

Til allra sem lögðu sitt að mörkum og þeirra fjölmörgu sem fylgdust með á Facebook, kærar þakkir fyrir undirtektirnar og ef að líkum lætur þá verður þessi viðburður endurtekinn næsta ár.

Febrúarflugur

Þegar ég ákvað að stofna til þessa viðburðar á Facebook átti ég ekki von á þeim frábæru undirtektum sem orðið hafa við þessu uppátæki mínu. Núna, þegar viðburðurinn er tæplega hálfnaður, eru þáttakendur orðnir 59 og fjöldi flugna sem lagðar hafa verið fram 72. Viðburðurinn stendur til loka febrúar og sífellt bætast nýjir hnýtarar á áhugamenn um flugur í hópinn, það er því örugglega von á fleiri flugum.

Það er hreint ekki skilyrði fyrir þátttöku að leggja fram flugur, allir geta tekið þátt, lagt til ábendingar eða fyrirspurnir um þær flugur sem aðrir leggja fram.

Hér að neðan má sjá þær flugur sem ég hef sett inn á viðburðinn það sem af er.

Prince Nymph
Prince Nymph
Gylltur Nobbler
Gylltur Nobbler
Watson's Fancy púpa
Watson’s Fancy púpa
Peacock
Peacock
Ónefnd fyrir Veiðivötn
Ónefnd fyrir Veiðivötn
Marabou afbrigði Black Ghost
Marabou afbrigði Black Ghost
Killer
Killer
Black Ghost
Black Ghost

Veiðisumarið 2013

Ætli manni sé ekki óhætt að segja veiðisumrinu 2013 formlega lokið. Komið fram í nóvember og græjurnar eru komnar í geymslu og maður farinn að huga að vetrarstarfinu. Ég hef síðustu árin sett saman smá klippu með völdum myndum úr veiðiferðum sumarsins og nú er komið að frumsýningu þessa árs.

Annars var veiðin frekar í rólegri kantinum þetta sumarið. Að vísu lagði ég 39 sinnum af stað með stöng í farteskinu, en veiðin var aðeins 25 urriðar og 25 bleikjur. Oft verið meiri og oft verið í betra veðri. Engu að síður var þessum stundum vel varið, einn eða í góðra vina hópi. Ætli þetta sumar hafi ekki verið met-sumar að því leitinu til að ég hef trúlega aldrei komið jafn oft heim með öngulinn í rassinum, alls 21 skipti. En, veiðnar ferðir voru því 18 sem gáfu mér 50 fiska sem gerir þá tvo og þrjá-fjórðu fisk þegar gaf á annað borð.

Myndir frá Urriðadansinum 2013

This slideshow requires JavaScript.

Ummæli

14.10.2013 – Ási: Glæsilegar myndir. Takk fyrir mig.

15.10.2013 – Arnþór ÞórssonTakk fyrir þessa snilldar síðu, ég er sjómaður og er einn mánuð á sjó í einu og er búin að lesa bloggið þitt upp til agna. Þessi síða varð til þess að ég setti upp mína eigin síðu þar sem ég set inn myndir og video úr leik og starfi. Takk fyrir mig.

Svar: Takk fyrir mig og hér er tengill á bloggið hans Arnþórs.