Get ekki stillt mig um að setja nýjasta trailerinn frá Bumcast hérna inn. Segi það enn og aftur, get varla beðið eftir DVD útgáfunni. Flottar tökur og glæsileg köst.
-
Roll Cast – Nýr trailer frá Bumcast
-
Whip í höndunum – Skýringarmynd
Sjálfur nota ég ekki nein tól við að hnýta endahnútinn á flugurnar mínar. Til gamans setti ég saman fáeinar skýringarmyndir af því hvernig ég set endahnútinn í höndunum.
Það er nokkuð misjafnt hvort menn vefja alltaf réttsælis um öngulinn eða velta lykkjunni á milli vafninga. Báðar aðferðirnar mynda í raun sama hnútinn að lokum.
Smellið fyrir stærri mynd -
Vinsælustu flugurnar
Ég var að leika mér aðeins með þekktan lista yfir veiðistaði og fengsælar flugur sem hægt er að kaup á flugur.is Í þessum lista sem Sigurður Pálsson tók saman eru tilgreindir 200 veiðistaðir og þær flugur sem taldar eru fengsælastar á hverjum stað. Auðvitað er þessi listi aðeins ætlaður til leiðbeiningar um fluguval á hverjum stað, en það getur líka verið gaman að skoða hann út frá öðru sjónarhorni.
Oftast nefndu flugurnar eru:
- Dentist, 47 sinnum
- Peter Ross, 46 sinnum
- Watson’s Fancy, 41 sinnum
- Svört Frances, 39 sinnum
- Teal and Black, 38 sinnum
- Black Gnat, 37 sinnum
- Black Ghost, 30 sinnum
- Alder, 28 sinnum
- – 10. Blue Charm og Rauð Frances, 27 sinnum
Samtals voru nefndar 399 flugur í þessum lista, misjafnlega margar þeirra fyrir hvern veiðistað. Miðað við nöfnin í listanum er greinilega eitthvað um liðið frá því hann var tekin saman eða endurskoðaður, en góður er hann samt.
-
Veltikastið – framlengt
Grundvallaratriði – veltikastið framlengt eins og The New Fly Fisher kynnir það.
Fleiri myndbrot frá The New Fly Fisher er að finna á YouTube
-
Veltikastið
Grundvallaratriði – veltikastið eins og The New Fly Fisher kynnir það.
Fleiri myndbrot frá The New Fly Fisher er að finna á YouTube