Kate McLaren

Með árunum hafa afbrigði þessarar klassísku flugu reglulega skotið upp kollinum. Upprunaleg stendur hún alltaf fyrir sínu þegar kemur að urriðanum, eins og um svo margar aðrar álíka flugur er bara hægt að segja; það er eitthvað við hana.

Sagan á bak við fluguna er víst eitthvað á þá leið að William Robertsson hnýtti hana og skírði í höfuð eiginkonu John McLaren, Kate. John notaði fluguna í mörg ár í sjóbirting en það var ekki fyrr en sonur þeirra hjóna, Charles McLaren, veiðimaður og rithöfundur, gat hennar í bók sinni The Art of Sea Trout Fishing útg.1963 að hún varð feikilega vinsæl og hefur verið það allar götur síðan.

Höfundur: William Robertson
Öngull: Hefðbundin votfluguöngull #10 – #16
Þráður: Svartur 8/0
Stél: Golden Pheasant Crest
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Upprunalega selshár, en eins og svo oft nota ég svarta ull
Hringvöf: Svört og brún hanafjöður
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur

Davie McPhail fer hér höndum um Kötu

 

Black Pennell

Enn ein Teal-flugan sem hefur gert góða hluti í vatnaveiðinni. Sérstaklega einföld fluga í hnýtingu og sver sig greinilega í ættina.

Mikið notuð í bleikju, staðbundna og sjógengna en það ætti alls ekki að útiloka hana í urriða, öðru nær Flugan á uppruna í Skoskum heiðarvötnum þar sem hún tryllti urriðan alla síðustu öld og reyndist vel.

Pennell var ötull talsmaður þess að búkur flugna sem þessarar ætti að vera grannur, mjög grannur og sjálfur notaði hann silki í búkinn og var spar á það. Seinni tíma uppskriftir gera ráð fyrir floss í búk, ég geng enn lengra og nota íslenska ull. Hún verður aðeins rytjulegri þannig og ég er ekki frá því að bleikjunni þyki hún girnilegri þannig.

Höfundur: Cholmondeley Pennell
Öngull: Hefðbundin #10 – #14
Þráður: Svartur 8/0
Stél: Fanir úr bekkfjöður gullfasana
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Svart floss
Hringvöf: Svört hænufjöður
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14 10,12,14 10, 12, 14

fos_blackpennell_febframlag_big

Og hver er betri í að sýna aðferðina heldur en Davie McPhail

Watson’s Fancy

Watson's Fancy
Watson’s Fancy

Ein af mínum uppáhalds og framlag mitt í Febrúarflugur 2016. Flugan er Skosk eins og svo ótal margar frábærar klassískar flugur. Hnýtt af Donald nokkrum Watson frá Inverness. Það hefur vafist fyrir mönnum í fjölda ára hverju Donald var að reyna að líkja eftir þegar hann hnýtti þessa uppáhaldsflugu sína en trúlega hefur hann ekki haft neitt ákveðið í huga annað en það að urriðinn sækir í flugur með skörpum litaskilum.