Kate McLaren

Með árunum hafa afbrigði þessarar klassísku flugu reglulega skotið upp kollinum. Upprunaleg stendur hún alltaf fyrir sínu þegar kemur að urriðanum, eins og um svo margar aðrar álíka flugur er bara hægt að segja; það er eitthvað við hana.

Sagan á bak við fluguna er víst eitthvað á þá leið að William Robertsson hnýtti hana og skírði í höfuð eiginkonu John McLaren, Kate. John notaði fluguna í mörg ár í sjóbirting en það var ekki fyrr en sonur þeirra hjóna, Charles McLaren, veiðimaður og rithöfundur, gat hennar í bók sinni The Art of Sea Trout Fishing útg.1963 að hún varð feikilega vinsæl og hefur verið það allar götur síðan.

Höfundur: William Robertson
Öngull: Hefðbundin votfluguöngull #10 – #16
Þráður: Svartur 8/0
Stél: Golden Pheasant Crest
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Upprunalega selshár, en eins og svo oft nota ég svarta ull
Hringvöf: Svört og brún hanafjöður
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur

Davie McPhail fer hér höndum um Kötu

 

Black Pennell

Enn ein klassísk sem hefur gert góða hluti í vatnaveiðinni. Sérstaklega einföld fluga í hnýtingu og sver sig greinilega í ætt klassískra votflugna.

Mikið notuð í bleikju, staðbundna og sjógengna en það ætti alls ekki að útiloka hana í urriða, öðru nær. Flugan á uppruna í Skoskum heiðarvötnum þar sem hún tryllti urriðan alla síðustu öld og reyndist vel og það hefur hún einnig gert hér heima á Fróni. Elliðavatn, Hlíðarvatn í Selvogi og svo mætti lengi telja þau vötn þar sem þessi fluga hefur gefið vel.

Pennell var ötull talsmaður þess að búkur flugna sem þessarar ætti að vera grannur, mjög grannur og sjálfur notaði hann silki í búkinn og var spar á það. Seinni tíma uppskriftir gera ráð fyrir floss í búk, ég geng enn lengra og nota íslenska ull. Hún verður aðeins rytjulegri þannig og ég er ekki frá því að bleikjunni þyki hún girnilegri þannig.

Höfundur: Cholmondeley Pennell
Öngull: Hefðbundin #10 – #14
Þráður: Svartur 8/0
Stél: Fanir úr bekkfjöður gullfasana
Vöf: Ávalt silfur
Búkur: Svart floss
Hringvöf: Svört hænufjöður
Haus: Svartur

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14 10,12,14 10, 12, 14

Það eru til mörg mjög góð myndskeið á netinu af því hvernig þessi fluga er hnýtt, en þetta er með þeim skýrari og betri sem ég hef séð. Hér fer Eiður Kristjánsson fumlausum höndum um efnið og klárar dæmið á rétt um 7 mínútum, frábært myndskeið:

Ethel the Streaking Caddis

Einhverra hluta vegna hefur þessi bráð skemmtilega þurrfluga farið hamförum í netheimum undanfarið árið. Margir hafa reynt sig við hnýtingarmyndbrot af henni, en fáum hefur tekist eins vel til og Davie McPhail þegar hann hafði hendur í elgshári og hnýtti þessa flugu fyrir framan myndavélina. Flugan er nokkuð hefðbundin m.v. flugur úr elgs- og hjartarhárum og hefur gefið einstaklega vel þar sem vorflugan er á kreiki.

Af eigin reynslu get ég fullyrt að þessi fluga er alls ekki eins erfið í hnýtingu eins og ætla mætti, sérstaklega þegar maður hefur farið nokkrum sinnum yfir myndband Davie. Sjálfur setti ég í eina sem innlegg í Febrúarflugur 2015.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Grubber #14
Þráður: ljós 8/0
Búkur: ljósbrúnt dub (ljós lopi)
Hnakki og haus: Hjartarhár

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
14 14

Hér má síðan sjá meistara Davie McPhail fara fimum höndum um hráefnið þannig að úr verður glæsileg fluga.

Killer Bug

Sumar flugur eru einfaldlega svo einfaldar að það tekur því ekki að setja inn efnislista. Killer Bug er einmitt ein þessara flugna. Haft er eftir höfundi hennar, Frank Sawyer að honum nægðu fimm flugur til að geta veitt alls staðar. Auðvitað var Pheasant Tail ein þessara ásamt Killer Bug.

Ég hef lúmskan grun um að það séu frekar fáir veiðimennirnir hér á Íslandi sem þekki eða hafi prófað þessa flugu Sawyers, sem er í raun grátlegt því hún er virkilega veiðinn, þessi hnellna fluga. Engin mynd, aðeins Oliver Edwards að hnýta hana.

Að lokum; smá vísbending umefnisvalið. Íslensk ull virkar frábærlega í þessa flugu, helst Létt Lopi sem losaður er sundur á þáttunum og spunninn rangsælis eftir að hann hefur verið festur niður.

Höfundur: Frank Sawyer

Ummæli

18.07.2013 – LogiÉg hef hnýtt þessa flugu og það sem mér finnst hafa komist næst orginalinum er einband, lopi.

20.07.2013 – Siggi Kr.Gaman að sjá þessa flugu hérna, hef einmitt verið að nota einhvern lopa sem ég ég náði að gera upptækan ú prjónakörfu konunnar í hana en hún hefur því miður ekki fengið mikla notkun hjá mér. Svo langar mig líka að benda þeim á sem hafa á því áhuga að það er til mynd sem heitir Frank Sawyer’s favorite flies þar sem John Klingberg hnýtir nokkrar flugur eftir Sawyer í orginal útgáfum. Myndina er hægt að finna á netinu sem torrent en ég hef hvergi séð hana til sölu.

Svar: Já, því miður virðist þessi mynd ófáanleg á netinu, þ.e. öðruvísi en sem torrent frá þriðja aðila eða ‘öryggisafrit’ eins og það heitir. Læt mönnum leitina sjálfum eftir ef þeir vilja sækja þannig útgáfur 🙂

Griffith’s Gnat – þurrfluga

Þau eru nánast óteljandi skiptin sem þessi fluga hefur komist á lista yfir ‘Bestu flugur allra tíma’. Flugan er hönnuð af George Griffith með það að leiðarljósi að vera einföld og umfram allt verðugur fulltrúi þurrflugna sem líkja eiga eftir mýflugum. Ef maður flettir þessari upp á netinu þá eru komment eins og ‘Must have’, ‘Overall best’ ekki óalgeng.

Eitt skemmtilegt afbrigði hennar er hnýtt úr svart-lituðum peacock fjöðrum með svörtu hringvafi og örlitlu rauðu skotti bætt við. Þegar ég sá þá flugu fyrst datt mér Black Zulu í hug og silungur í uppitöku þar sem galdraflugan sat á vatninu.

Höfundur: George Griffith
Öngull: Þurrfluguöngull 16 – 24
Þráður: Svartur 8/0
Búkur: peacock fjöður
Vöf: hringvafin hanafjöður

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
16,20,22,24 16,20,22,24

Elk Hair Caddis – þurrfluga

Enn ein flugan sem líkir eftir vorflugunni okkar, en í þetta skiptið þurrfluga. Al Troth, höfundur hennar ætlaði henni að vera alhliða eftirlíking vorflugunnar og það má með sanni segja að hafi tekist því þetta er ein langsamlegast útbreiddasta þurrflugueftirlíking vorflugunnar.

Hún situr hátt á vatninu og hefur reynst mönnum vel þar sem gáran drekkir öðrum flugum, hvort heldur í ám eða vötnum.

Eftir að hafa gengið sjálfur í gegnum þrautagöngu byrjandans í þurrfluguveiði þar sem allar flugur mínar vildu sökkva, þá hnýtti ég mér nokkrar í ætt við þessa sem fljóta, sama hvernig viðrar.

Höfundur: Al Troth
Öngull: Þurrfluguöngull 10 – 16
Þráður: Tanned 6/0
Vöf: fínn gullþráður
Búkur: héri
Hringvaf: palmeruð brún fjöður
Vængur: ljós fjöður
Haus: lítið eða ólakkaður

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14,16 10,12,14

Hér gefur síðan að líta Kurt Chenuz frá Kanada fara nokkuð fimum höndum um fluguna.

Ummæli

11.01.2013 – HilmarÞetta er mögnuð þurrfluga, flothæfileikinn kemur einmitt með því að nota Elk Hair, sem er notað í vænginn. (mátt kannski uppfæra uppskriftina :o ). Það er líka hægt að gera ótrúlega hluti með Elk eða Deer hair í fluguhnýtingum. Sjá t.d. Þetta http://www.flytyingforum.com/uploads/img4f09f2ae88f13.jpg

mbk, Hilmar

WD-40

Byrjum á nafninu; hún heitir ekki í höfuðið á smurefninu sem flestir fluguveiðimenn forðast eins og heitan eldinn. WD stendur fyrir Wood Duck. Hún er Amerísk og kom fyrst fram árið 1982, hnýtt af Mark Engler.

Eins og um margar aðrar flugur af svipuðum toga hefur litaafbrigðum hennar sífellt farið fjölgandi og nú er örugglega hægt að finna hana í öllum litum frá hvítu (já, ég fann eina svoleiðis á netinu) og yfir í svart.

Brún er hún í uppáhaldi hjá mér, ekkert ósvipuð Tailor. Já, einmitt, það er oft stutt á milli flugna eftir sitt hvorn höfundinn og í sitt hvorri heimsálfunni.

Höfundur: Mark Engler
Öngull: Grubber eða beinn 12 – 20
Þráður: Brúnn 8/0
Skott: Mallard (Wood Duck)
Búkur: Brúnn ullarþráður (mín sérviska) annars venjulegur þráður
Vænghús: brúnt dub
Haus: lakkaður

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
12,14,16,20 12,14,16

Mýpúpa

Þegar lesendur reka augun í þessa púpu er lang líklegast að flestum verði á orði; Nei, þetta er ekki mýpúpan.

Það eru til svo mörg afbrigði af því sem menn kvitta í veiðibækurnar sem Mýpúpa að það væri örugglega efni í sérstakt blogg, heila vefsíðu, að birta myndir af þeim öllu.

En, svona getur kvikindið litið út í einfaldri mynd. Ekkert rugl, bara vinyl rip, svartur hnýtingarþráður og svart dub. Svona hefur hún gefið mér og svona er hún til í nokkrum stærðum í boxinu hjá mér.

Höfundur: allir og enginn
Öngull: grubber 10 – 20
Þráður: Svartur 8/0
Búkur: vinyl rip
Kragi: svart dub, gjarnan smá crystal flash saman við
Haus: lakkaður

Svo má líka leika sér með vinyl, vefja öngulinn með t.d. rauðum þræði og leyfa að grisja á milli vafninga af vinylnum. Þá getur kvikindið litið einhvern vegin svona út.

fos_mypupa_vinil_big

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14,16,18,20 10,12,14,16,18,20

Ummæli

17.07.2014 – Veiði-Eiður: Ég var að „gúgla“ Flugur í Sjóbleikju og fékk þessa upp. Hún er svo veiðileg að ég datt næstum því úr stólnum í vinnunni! Hnýti nokkur eintök í kvöld 😉

Royal Wulff – þurrfluga

Auðvitað vekja svona flugur athygli, þær eru jú kallaðar á erlenda tungu ‘Attractors’ sem ég hef laumast til að kalla glepjur. En þessi fluga vekur reglulega athygli fyrir annað og meira; Hversu stutt getur verið á milli frumgerðar og þess að menn gefi meintri eftirlíkingu nýtt heiti? Það er ekkert laununga mál að Lee Wulff hafði Royal Coachman í huga þegar hann bætti smá fitu utan á þessa flugu árið 1930 í þeirri trú að silungurinn léti frekar glepjast að feitum og fallegum flugum heldur en einhverjum renglum.

Hin síðari ár hefur munurinn á milli þessara Royal (Coachman og Wulff) farið minnkandi enda þessum flugum oft slegið saman í eina í verslunum. Efnið er eftir sem áður annað og upprunalega er hin konungborni Wulff öllu þykkari en Coachman.

Höfundur: Lee Wulff / John Haily / Tom Bosworth
Öngull: Þurrfluguöngull 12 – 20
Þráður: Brúnn 6/0
Skott: brún hjartarhár
Búkur: Peacock / rautt silki / Peacock
Kragi: brún hænufjöður, hringvafinn
Vængur: Kálfhali
Haus: létt lakkaður

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
12,14,16,20 12,14,16

Adams – þurrfluga

Af mörgum talin einhver mest alhliða þurrfluga sem komið hefur fram. Hún er ekki eyrnamerkt neinni ákveðinni tegund skordýra en hefur sannað sig undir ýmsum kringumstæðum. Margir veiðimenn velja þessa flugu sem ‘fyrstu’ fluguna þegar þeir reyna fyrir sér þar sem lítið eða ókunnugt klak á sér stað.

Flugan kom fyrst fram upp úr 1920 þegar höfundur hennar, Leonard Halladay hnýtti hana fyrst fyrir Charles nokkurn Adams sem fékk fluguna í höfuðið, þ.e. nafn hennar.

Uppskriftin sem fylgir er sú upprunalega, en eins og margar eldri flugur hefur efnisval manna breyst nokkuð í meðförum með árunum.

Höfundur: Leonard Halladay
Öngull: Þurrfluguöngull 10 – 24
Þráður: Grár 6/0
Skott: Blandað hár úr grá- og brúnbirni
Búkur: grátt dub
Kragi: Blandaðar gráar og brúnar þurrflugufjaðrir
Vængur: Hænufjaðrir, uppréttar
Haus: létt lakkaður

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14,16 10,12,14,16

Hér gefur að líta ágætt myndband frá Tightline Production þar sem handbragðið er sýnt

Royal Coachman – þurrfluga

Forfaðir allra glepjuflugna (attractor fly) sem komið hafa fram.

Bandaríkjamaðurinn John Haily kynnti hana fyrst til sögunnar árið 1878 sem þurrflugu upp úr Coachman flugu Englendingsins Tom Bosworth frá um 1820.

Þessi fluga, eins ólíkindaleg og hún lítur nú út, hefur verið ótrúlega vinsæl allar götur síðan.

Það var svo löngu, löngu síðar að Lee Wulff tók þessa flugu til endurskoðunar og úr varð Royal Wulff, en það er önnur saga sem verður e.t.v. sögð síðar og á öðrum stað.

Síðan má ekki gleyma því að þessi fluga er einnig til sem votfluga og þannig hef ég reynt hana nokkrum sinnum.  

Höfundur: John Haily / Tom Bosworth
Öngull: Þurrfluguöngull 12 – 20
Þráður: Svartur 6/0
Skott: Pheasant tippets
Búkur: Peacock / rautt silki / Peacock
Kragi: brún hænufjöður, hringvafinn
Vængur: Hvít önd
Haus: létt lakkaður

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14,16,20 10,12,14,16

Myndbandið sem hér fylgir er að vísu af grænum Royal Coachman, en aðferðin er jú sú sama og handbragð Davie McPhail er alltaf aðdáunarvert.

Hexía – þurrfluga

Þær verða nú stundum ekki til svona einn tveir og þrír, en stundum detta þær í kollinn á manni þegar minnst varir. En, þessi er alls ekki þannig. Tilraunir með þekktar flugur, tilraunir sem tókust miður vel, urðu kveikjan að þessari. Ég var sem sagt að reyna mig við flugur til höfuðs ákveðnu skordýri; Galdralöppinni. Málið var að hvorki ég né veiðifélagi minn gátum fyllilega sætt okkur við allar Bibio flugurnar sem til eru og því var sest niður og þessi soðin saman til að friða sjálfið okkar. Hvernig hún reynist, kemur svo í ljós næsta sumar.

Í sjálfu sér afskaplega einföld fluga en með nokkuð áberandi rauðu klofnu skotti og kraga. Annars alveg eins og þúsundir annarra þurrflugna af svipuðu sauðahúsi. Smá orðaleikur í nafngiftinni; Hexía de Trix úr heimi Walt Disney send til höfuðs Galdralöppinni.

Höfundur: Kristján Friðriksson
Öngull: Þurrfluguöngull 10 – 14
Þráður: UTC 70 – svartur
Skott (afturfætur): 2 x rauðar Goose Biots, gjarnan örlítið niðurvísandi
Búkur: svart dub (íslenskt fjallalamb)
Kragi: rautt dub (íslenskt fjallalamb)
Hringvöf: svartar hanafjaðrir
Haus: lítið eða ólakkaður

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14 10,12

Ummæli

03.12.2012 – Hilmar: Þessi er afar áhugaverð! Hvar fær maður lamba dub? Spurning hvort maður fái leyfi hjá höfundinum til að hnýta nokkur eintök og taka þátt í tilraunaveiði með Hexíu á komandi sumri.

mbk, Hilmar

SvarLamba-dub er náttúrulega bara snilld. Ég finn alveg ótrúlegustu hluti í prjónakörfu konunnar, t.d. Létt-lopa sem er alveg fyrirtaks dub efni þegar maður hefur tætt hann niður. Hrindir vel frá sér vatni og kemur vel undar snjó (eins og rollurnar fyrir norðan sanna). Engar áhyggjur, hér er ekkert einkaleyfi í gangi á flugum, bara gaman ef menn vilja prófa.

Bibio Hopper

Flestir sem stundað hafa Laxá í Aðaldal og silungavötnin norðan heiða þekkja Bibio og Galdralöpp Jóns Aðalsteins sem fyrirtaks agn þegar Galdralöppina hrekur út á vötnin og silungurinn veður í henni. En flugurnar sem bera Bibio nafnið eru reyndar svo margar að vart verður þverfótað fyrir þeim, í það minnsta erlendis.

Upprunalegu Bibio fluguna má rekja til 6. áratugs síðustu aldar á eyjuna grænu, Írlands og hún er í flokki með Hawtorn og Black Gnat þurrflugunum þegar kemur að því að leggja flugu fyrir silung síðla sumars þegar Bibio pomonae (Galdralöpp) missir flugið og hlussast niður á vatnið.

Höfundur upprunalegu útgáfunnar: Charles Roberts
Öngull: Grubber #10
Þráður: Svartur 8/0
Vöf: med. tinsel
Búkur: svart dub (selur)
Fætur: hnýttar Pheasant Tail fjaðrir
Frambolur: svart og rautt dub
Vængur: Globright garn
Hringvöf: svartar hanafjaðrir

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10 10

Hér gefur síðan að líta Davie McPhail fara höndum um hráefnið og galdra fram Bibio Hopper eins og honum einum er lagið.

Ummæli

30.11.2012 – Hilmar: Djö lízt mér vel á þessa :) Ertu búinn að prófað að hnýta eintak?

mbk, Hilmar

SvarJá, finnst þér ekki? 🙂 Það er bara eins og allir séu að spá í þessa flugu núna. Ég er svo sem búinn að prófa og þetta er allt alveg að koma hjá mér. Átti í smá basli með hnýttu lappirnar þannig að ég skoðaði vel og vandlega þessa klippu:

 

Blue Quill – þurrfluga

Eftirlíking dægurflugunnar og með þeim betri ef mér leyfist að segja sem svo. Hefur verið viðloðandi flugubox veiðimanna svo lengi sem elstu menn muna.

Einhverra hluta vegna hafa not hennar hér á Íslandi verið takmörkuð í gegnum tíðina en hin síðari ár hefur hún sótt í sig veðrið, e.t.v. með auknum áhuga innlendra veiðimanna á fluguboxum þeirra erlendu sem heimsækja Ísland og gera góða veiði.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Þurrfluguöngull 12 – 16
Þráður: Grár eða brúnn 6/0
Skott: Móbrúnar fjaðrir Nokkrar gráar fjaðrir
Vöf: fínn silfurvír Nei
Búkur: Móbrúnt dub Strípaður páfugls fjaðrastafur
Kragi: Móbrúnar fjaðrir Gráar hackle fjaðrir
Vængur: hænufjaðrir, aðskildar Stokkönd
Haus: Lítið eða ekkert lakkaður

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14,16 10,12,14

Ummæli

22.11.2012 – Hilmar: Sæll félagi. Glæsilegt framtak með fluguuppskriftar updatið þitt um daginn.

En þar sem ég hef nú soldið verið að stúdera þurrfluguhnýtingar, verð ég aðeins að mótmæla uppskriftinni hér á blue quill. Ég mundi telja að þetta væri nærri lagi:

Þráður: brúnn eða grár
Skott: nokkrar gráar fjaðrir
Vöf: nei
Búkur: Strípaður páfugls fjaðrastafur (striped peacock quill). Menn nota ýmis trix til að ná þessu,t.d. strokleður, skurðhníf en sumir vilja meina að neglur okkar dugi. Mér líst best á þetta: 

Kragi: gráar hackle fjaðrir
Vængur: Stokkönd
Haus: sammála þér.

mbk
Hilmar

Svar: Loksins, loksins, loksins, takk Hilmar. Svona getur farið fyrir manni þegar maður lepur uppskriftir upp af netinu án þess að sannreyna þær að einhverju viti. Eftir að hafa skoðað þína útfærslu get ég ekki annað en verið sammála og þakklátur þér fyrir þessa athugasemd. Kærar þakkir fyrir, ég leyfi mér að leiðrétta fyrri skrif með þínum.

Bestu kveðjur,

Kristján

Black Gnat – þurrfluga

Eins ensk eins og þær geta orðið og trúlega einhver elsta fluga sem einhverjar áræðanlegar heimildir eru fyrir, kom fram á sjónarsviðið rétt fyrir 1800 og hefur verið ofarlega í boxum veiðimanna síðan.

Jafnvel þótt sú fluga sem hún átti upphaflega að líkja eftir, Bibio Johannes, finnist ekki á Íslandi, þá stendur þessi fluga uppi sem ein útbreiddasta þurrfluga í silungs- og laxveiði á Íslandi.

Eins og um svo margar þurrflugur hefur upprunalega hráefnið vikið fyrir nýrri efnum, en alltaf stendur flugan sjálf fyrir sínu.

Og þessi er einnig til sem votfluga. Ef eitthvað er, þá hefur mér fundist hún ekkert síðri heldur en þurrflugan. Hér að neðan er samt sem áður efnislisti þurrflugunnar.

Höfundur: ókunnur
Öngull: Þurrfluguöngull 12 – 20
Þráður: Svartur 6/0
Skott: svartar fjaðrir
Búkur: Fíngert antron búkefni eða svart poly-dub
Kragi: hringvafðar svartar fjaðrir
Vængur: Gráar andafjaðrir, vel aðskildar og uppréttar
Haus: létt lakkaður

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14,16,20 10,12,14,16

Pheasant

Nei, ekki Pheasant Tail, bara Pheasant. Hér er hvorki skott né thorax á ferðinni. Frábær og einföld fluga sem gefur Pheasant Tail nánast ekkert eftir.

Ef fiskurinn liggur djúp, lífríkið svolítið svifaseint þá er um að gera að prófa þessa einföldu flugu, koma henni niður og draga miðlungs- eða hægt.

Hvort hún gangi almennt undir heitinu Pheasant þori ég ekki alveg að fullyrða, en sjálfum mér finnst það ekkert úr vegi að stytta nafnið líkt og menn hafa gert með Héraeyrað sem skottlaus heitir Hérinn. Þetta er ekki gert að virðingarleysi fyrir frummyndinni, þvert á móti.

Höfundur: ókunnur
Öngull:
 10 – 16
Þráður: Brúnn 8/0
Vöf: 
Fínn koparvír
Búkur:
Pheasant fjaðrir, því fleiri því bústnari.

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14,16 10,12,14,16

Ummæli

18.07.2012 – Siggi Kr.: Mæli með henni þessari og hún getur verið gríðarlega öflug á grubber krók.

Hérinn

Í þeirri góðu bók, Silungaflugur í íslenskri náttúru eftir þá félaga Stjána Ben. og Lárus Karl er sagt að höfundur Héranns sé ókunnur. Mér dettur nú helst í hug að svo mörgum veiðimanninum hefur dottið í hug að slíta skottið af Héraneyranu að ekki sé hægt að eigna einhverjum einum hugmyndina.

Sjálfur hef ég hnýtt þessa gjöfulu púpu frá því ég byrjaði fluguveiði og mér hefur hún alltaf gefið ágætlega. Sagt er að hún smelli best inn þegar vorflugan yfirgefur púpuhylkið sitt og syndir upp að yfirborðinu. Mér hefur hún fundist virka best; alltaf. Einfaldleiki hennar hefur alltaf höfðað til mín, rétt eins og forfaðir hennar Héraeyrað.

Höfundur: ókunnur
Öngull:
 Grubber 10 – 16
Þráður: Tan 8/0
Vöf: 
Fínn koparvír
Búkur:
Héradubb

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14,16 10,12,14,16

Tailor

Lengi vel hef ég verið að eltast við eigin misskilning um þessa flugu, en nú tel ég mig hafa náð botninum í þessa frábæru hönnun Skarphéðins klæðskera.

Flugan sver sig í ætt Pheasant Tail og Grey Goose en er 100% Íslensk frá byrjun til enda. Alla tíð frá því Skarphéðinn prófaði hana í Elliðavatni hefur hún gefið vel þar sem og í ýmsum öðrum vötnum eins og t.d. Hlíðarvatni í Selvogi.

Þessi fluga er klassíker silungsveiðimanna á Íslandi og menn ættu ekki að gleyma henni í boxinu.

Höfundur: Skarphéðinn Bjarnason
Öngull: Hefðbundinn votfluguöngull 12 – 20
Þráður: Brúnn 8/0
Vöf: Gyltur vír
Búkur og vængstæði: Brúnn ullarþráður, árórugarn
Bak: ljósbrún ull, árórugarn
Haus: svartur, lakkaður

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
10,12,14,16 10,12,14

Fox Squirrel Nymph

Þær eru ekki allar gamlar þær klassísku og þessi er einmitt ein af þeim. Einhver hefði sagt samsuða nokkurra, sem má alveg vel vera, en hvort Dave Whitlock höfundur hennar hefur haft bræðing í huga veit ég ekki. Eitt er víst, hún er veiðileg.

Flugan kom fyrst fram í bókinni The Masters On The Nymph sem kom upprunalega út árið 1979. Raunar hér flugan þá því þjála nafni Red Fox Squirrel Hair Nymph en höfundur hennar einfaldaði hana nokkuð með tíð og tíma og stytti nafnið all verulega.

Hún er sögð tilvalin valkostur þar sem klassíkerar eins og Pheasant Tail og Héraeyra gefa að öllu jöfnu. Sjálfur hef ég prófað hana undir ýmsum kringumstæðum og fengið bæði bleikju og urriða á hana.

Uppskriftin sem hér fer á eftir er frá meistara Davie McPhail sem og klippan af því hvernig hann fer höndum um kvikindið.

Höfundur: Dave Whitlock
Öngull: Hefðbundin 12 – 16
Þráður: Uni 8/0 Tan
Skott: Refur
Broddur: Gyllt tinsel eða koparvír
Búkur og thorax: Fínn refur
Hringvaf: Brúnn Fasani
Haus: Örlítið refa dub

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
 12 – 16  12 – 16

Grey Goose

Eftir smá tíma í fluguveiðinni fara menn að þekkja flugurnar sem skipta máli, eins og t.d. Pheasant Tail. En færri virðast þekkja ‘hina’ fluguna hans Sawyer, Grey Goose.

Sjálfur sagði Sawyer eitt sinn að hann hefði soðið saman tvær ‘universal’ flugur, Pheasant Tail sem ímynd dökku púpunnar og Grey Goose þeirrar ljósu, fleiri flugur þyrftu menn ekki. Ef hann hafði rétt fyrir sér, þá væri ég ekki með allan þennan fjölda af flugum í boxinu mínu, en þar er nú samt Grey Goose í góðum félagsskap ýmissa útfærslna af Pheasant Tail.

Upprunalega uppskriftin er auðvitað eins einföld og Pheasant Tail, eina sem skilur þær að er að Saywer notaði gráa gæsafjöður í stað fasana í Grey Goose. Þar sem ég hef ekki alveg komist upp á lagið með að nota aðeins koparvírinn til að halda henni saman nota ég tan eða gráan hnýtingarþráð til stuðnings.

Höfundur: Frank Sawyer
Öngull: Hefðbundin 10 – 16
Þráður / vöf: koparvír
Skott / Búkur / Thorax: Grá gæsafjöður

Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur
 10 – 16  10 – 16

Viðbót