Það er varla til sú veiðisíða sem ekki smellir reglulega inn ráðum við hinu og þessu sem er að hrjá veiðimenn. Ég freistast alltaf af þessum frábæru ráðum, samsinni þeim og hugsa með mér að nýta mér þetta ráð, seinna. Nei, ég er ekki haldinn frestunaráráttu, þessi ráð koma stundum bara á svo einkennilegum árstíma…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Grein sem birtist í fréttablaði VEIDA.IS árið 2012. Eitthvað hafa áherslur og upplifun breyst á þeim árum sem liðið hafa, en flest stenst þetta tímanns tönn. Þegar gjólan færist svo mikið í fang að hún verður að roki, leggja flestir veiðimenn árar í bát. Þeir hörðustu láta sig hafa rokið og fylgifisk þess, rigninguna. Miðað…
Eins og svo oft áður er nánast ekki nokkur leið fyrir lesendur að dæma hvert ég er að fara af fyrirsögninni einni saman. Ég viðurkenni það að þetta á rætur að rekja til einhverrar duldrar hvatar sem ég hef að vekja forvitni lesandans á því sem ég set fram. Það er aftur á móti ekkert…
Eitt sinn ljómaði mælaborðið á bílnum mínum skærrauðu aðvörunarljósi framan í mig þegar ég startaði bílnum. Hann fór í gang og ég komst á honum á verkstæðið, hann sem sagt komst áfram og gerði eiginlega sitt gagn en gangurinn var ekki sérstaklega þíður, eiginlega hundleiðinlegur og ekkert skemmtilegt að keyra bílinn. Um leið og tölvan…
Þar kom að því, loksins grein á þessari síðu sem er ekki aðeins ætluð þeim sem hafa brennandi áhuga á fluguveiði. Það hljóta að vera ákveðin tímamót fyrir hvern einasta fluguveiðimann þegar hann fær spurninguna; Hvers vegna eruð þið að þessu, fram og til baka áður en þið kastið út? Ég varð virkilega upp með…