Þetta árið raðast það þannig upp hjá okkur veiðifélögunum að fyrstu bókaðar ferðir okkar eru í rennandi vatn. Svo skemmtilega vill til að þennan dag, þ.e. 17. apríl var slétt ár frá því við veiðifélagarnir fórum í okkar fyrstu veiðiferð 2020 og þá líka í rennandi vatn. Að þessu sinni bauðst okkur að taka stöng…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Nú er vika liðin frá fyrstu grein minni um virkjanir í Neðri-Þjórsá og mér hefur því gefist tími til að lesa mér til um virkjun númer tvö; Holtavirkjun. Ef ég á að vera fullkomlega hreinskilin, þá hefur tilfinning mín fyrir þessum virkjunum ekki batnað við þann lestur, hvað þá tilkynningu Landsvirkjunar um ráðstöfun orkunnar úr…
Já, merkið við greinina segir að ég hafi núllað (eitt skiptið enn), en ég er samt mjög sáttur. Brá mér rétt út fyrir bæjarmörkin í dag og varð vitni að ótrúlega skemmtilegum aðförum urriða sem fór um í hópum, örugglega 10 stk. sem úðuðu í sig steinflugum sem voru nýbúnar að klekjast út og leituðu…