Árið 2009 tók Norska ríkissjónvarpið sig til og sendi beint út frá 7 klst. langa lestarferð frá Bergen til Óslóar. Þetta þótti afar sniðugt og fékk mikið áhorf þannig að NRK tók upp þráðinn 2010 og sendi út nokkrar aðrar lestarferðir. Sannast sagna var ekkert mikið um að vera í þessum útsendingum, fallegt landslag, annað…
Enn og aftur dettur mér Harry Potter í hug, síðast var það þegar ég var spurðum um val á flugustöng, en núna kviknaði þessi tenging hjá mér þegar mér varð fótaskortur á internetinu og lenti á myndbandi þar sem hönnuður hjá þekktu fyrirtæki kynnti byltingarkennda nýja flugustöng. Svona meðal annarra orða, þá er eins og…
Chromie Þessi fluga á að líkja eftir því lífsstigi lirfunnar þegar hún býr sig undir að losa festar og syndir upp að yfirborði vatnsins og umbreytist í flugu. Silfuráferð hennar líkir eftir glampa húðar lirfunnar ný skriðinnar út, sannkallað ferskmeti fyrir silunginn. Höfundur: ókunnurÖngull: Grupper 8 – 20Þráður: Svartur 8/0Búkur: Silfur tinselVöf: Brúnt silki eða…
Það er kunnara en frá því þurfi að segja að veiðimenn eru (flestir) græjufíklar. Reglan um æskilegan fjölda af hinu eða þessu er núverandi fjöldi + 1 og virðist eiga alveg glettilega vel við flesta. Nýjar græjur eru auðvitað betri, nákvæmari, öflugri og allt það sem veiðimenn telja upp sem réttlætir kaup á einhverju nýju.…
Ef maður væri með það að markmiði að veiða öll Hólmavötn á landinu þá væri úr nógu að moða því samkvæmt örnefnaskrá eru þau 42 á landinu og eflaust vantar einhver í þá skrá. En við hvert þeirra drápum við veiðifélagarnir niður fæti á laugardaginn? Eflaust kveikja einhverjir ef ég segi að við byrjuðum á…
Hverjum hefði dottið í hug að setja saman orðalista yfir liti á velsku, gelísku og írsku, öðrum en þeim sem hefur sérstakt dálæti á fluguhnýtingum? Eflaust einhverjum málfræðingi en það er ég ekki. Það er ógrynni af flugum sem eiga ættir að rekja til Skotlands, Wales og Írlands. Í upprunalegu lýsingum þessara flugna leynast oft…