Meira um léttar flugur! Já, ég er svolítið með þetta á heilanum þessi misserin og ekki skánar ástandið þegar kunningi æsir mann upp í að skrifa um léttar flugur í straumvatni. Það sem hann hafði í huga voru ekki léttar straumflugur, hvað þá votflugur því hann hefur enga trú á svoleiðis furðuskepnum eins og hann…
Það hefur eitthvað borið á vangaveltum hér um léttleika flugna og ég er ekki alveg hættur enn. Í flestum færslum um léttari flugur hef ég verið að velta mér upp úr straumflugum, en hvað með púpurnar? Er ekki einmitt kostur við púpur að hafa þær þungar? Koma þeim niður sem fyrst, þyngja þær með tungsten…
Ég hef alveg komið því til skila í gegnum árin að mér finnst vindur ekkert sérstaklega til trafala í veiði, þvert á móti. Þetta hef ég sett fram með smáa letrinu að hann megi ekki vera of mikill og helst ekki mikil rigning meðfylgjandi. Með enn smærra letri hafa sumir lesendur séð að hitastigið verður…
Duck Fly Eftir því sem ég best veit þá er duck fly ekki til sem eitthvert ákveðið skordýr, en í daglegu tali hafa t.d. Írar notað þetta heiti yfir bitmý sem klekst snemmsumars. Það fór ekkert á milli mála við þetta fyrsta klak vorsins að endur fóru og fara enn, hamförum í átveislunni og þannig…
Sumt veit maður eða þykist vita þegar kemur að því að velja flugu á veiðistað. Hvort maður fer eftir því, er allt annað mál. Fyrir veiðiferðina er hægt að gaumgæfa í þaula allt þekkt skordýralíf í nágrenninu á pappír (eða á vefnum), kíkja í veiðibækur og vinsælar flugur sem skráðar eru víðsvegar og bera þetta…
Red Tag Merkileg fluga sem á uppruna sinn að rekja til Englands kringum 1850, hálft skordýr, hálft viðrini. Frá fyrstu tíð hefur þessi fluga verið veiðimönnum hin besta skemmtun og silunginum banvæn. Það er nokkuð misjafnt eftir heimshornum hvaða skordýri menn telja hún líkjast helst; Ástralir segja hana líkjast ákveðinni bjöllu sem þar finnst, Bandaríkjamenn flugu sem…