Alexandra Það hefur lengi staðið til að setja þessa flugu á síðuna, en það hefur strandað á því að finna upprunalegu uppskriftina og því hefur þetta dregist úr hófi. Margt og mikið hefur verið skrifað um þessa flugu í gegnum tíðina, sumt orðum aukið, annað beinlínis rangt með farið og ýmislegt hefur orðið tilefni orðahnippinga…
Ke-He Árið 1932 voru Skotarnir Kemp og Heddle að veiðum eins og svo oft áður við Loch of Harray á Hrossey á Orkneyjum. Þá urðu þeir vitni að því þegar býflugur hröktust út á vatnið og að sögn fór urriðinn hamförum í þessu ferskmeti sem ekki náði sér upp af yfirborðinu. Í tilraun til að…
Teal, Blue and Silver Þó þetta sé nokkuð hefðbundin, nánast klassísk Teal fluga þá ber hún sterk einkenni glepjunnar, líkist síli í spretti í kyrru vatni eða straumharðri á. Hefur reynst einna best í björtu veðri fyrir bleikju og urriða. Höfundur: ókunnurÖngull: Hefðbundin 8 – 18Þráður: Svartur 6/0Stél: Fanir úr bekkfjöður gullfasanaVöf: Ávalt silfurBúkur: Flatt…
Zug Bug Höfundur Zug Bug, Cliff Zug ætlaði þessari flugu að vera eftirlíking vorflugu gyðlunnar og hefur greinilega tekist það all bærilega. Þessi fluga hefur oftast lent í einhverju af top 10 sætum yfir bestu silungaflugur allra tíma. Öngull: Hefðbundin 8-16Þráður: Svartur 8/0Skott: PeacockVöf: KoparvírBúkur: PeacockVængir: Ljósbrún stokkandarfjöðurSkegg: Brún hænufjöður Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur Stærðir 8-16 Stærðir 8-16
Woolly Worm Woolly Worm er fluga sem er komin nokkuð til ára sinna og af henni hafa sprottið nokkrar lítið þekktar flugur en einnig ótrúlegur fjöldi flugna sem við þekkjum vel í dag. Flugan er upprunnin í Ozark fjöllum Arkansas í Bandaríkjunum fyrir margt löngu síðan, en almennri útbreiðslu náði hún þegar Don Martinez, veiðimaður…
Woolly Bugger Einhver svipur hefur alltaf verið með Woolly Bugger og Dog Nobbler. Hvor varð til á undan veit ég ekki, en Woolly Bugger kom fram á sjónarsviðið 1967 þegar Russell Blessing útfærði fyrirmyndina Woolly Worm, setti á heilmikið marabou skott á orminn þannig að úr varð straumfluguna sem Buggerinn er í dag. Nú er svo komið…