Mallard & Claret Eflaust finnst einhverjum það skjóta verulega skökku við að hnýta Mallard & Claret og nota eitthvað annað en Bronze Mallard (Mallard = stokkönd) í vænginn, en ég læt slag standa því mér og urriðanum finnst hún einfaldlega fallegri með síðufjöður íslensku stokkandarinnar. Skarpari litaskil síðufjaðrar (pikkuð upp í veiðiferð í sumar) gera…
Ensk að uppruna, kennd við bæ á austurströnd Skotlands. Afburða fluga í allan silung, staðbundin og sjógöngufisk. Eitt afbrigði þessarar flugu er það þegar stélið er hnýtt úr teal fjöðrum í stað gullfasana, ekki síðri þannig, og þá er hún komin í hóp þekktra Teal-flugna. Höfundur: óþekkturÖngull: Hefðbundin 10-14Þráður: Svartur 6/0Stél: Hausfjöður af gullfasana / tealVöf: GullvírBúkur:Flatt tinsel,…
Connemara Black Kennd við ánna Connemara á Írlandi og hefur skapað sér orð sem ein veiðnasta fluga Íslands í vatnableikju. Höfundur: einhver ÍriÖngull: Hefðbundin 8-16Þráður: Svartur 6/0Stél: Hausfjöður af gullfasanaVöf: Ávalt silfurBúkur: Svört ull, upprunalega notað selshárSkegg: Blálituð fjöður (hani, hæna)Vængur: Bronslituð síðufjöður stokkandarHaus: Svartur Bleikja Sjóbleikja Urriði Sjóbirtingur Votfluga 10,12 & 14
Blue Charm Hér er á ferðinni laxafluga sem um árabil hefur verið ein vinsælasta flugan á Íslandi heilt yfir um sumarið. Einstaklega fengsæl og sögð ómissandi sunnan- og vestanlands í júlí. Uppruninn í Skotlandi, nánar tiltekið við ána Dee, en gat sér snemma gott orð í norðanverðri Ameríku og þá ekki síst sem öflug í…
Bleik og blá Óþarfi að hafa mörg orð um þessa bráðdrepandi bleikjuflugu, en ég get ekki stillt mig um að setja hér inn nokkur orð sem höfð eru beint eftir höfundinum; „Þetta var fluga sem Frímann [Frímann Ólafsson leiðsögumaður, innsk.KF] skírði Högna. Hún var með svörtum væng, silfurbúk, bleiku skeggi og Jungle Cock, skógarhana. Ég var ekki sáttur við…
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á…