Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Það er mjög misjafnt hve löngum tíma skordýr verja sem lirfur við botninn. Að öllu jöfnu eyðir stærsta rykmýstegundin á Íslandi, stundum kölluð stóra toppflugan 1 – 2 árum á botninum og gengur í gegnum fjögur lirfustig á þeim tíma. Púpustig flugunnar er töluvert skemmra, aðeins talið í sólarhringum og síðasta lífsskeið hennar sem fluga,…
Það er ýmislegt sem maður dettur í að skoða þegar árstíðin gefur ekki tilefni til að standa við eitthvert vatn og baða flugur. Vegna ákveðins verkefnis sem ég hef brennandi áhuga á, sökkti ég mér nýlega í töluverðan massa af fræðigreinum um fæðu silungs og undanlátsemi urriða þegar kemur að samkeppni um fæðu við bleikjuna.…
Ég er svolítill veikur fyrir rómantískum gamanmyndum, tek þær gjarnan framyfir hasarmyndir eftir langa vinnuviku og nýt þess að glápa og glotta yfir þeim á meðan ég tæmi hugann. Eitt er það samt sem ég skil ekki í þessum myndum og það er þegar ástfangna parið vaknar að morgni með hárið óaðfinnanlegt, hún með varalitinn…
Er virkilega hægt að segja að ‚heill sveipur af mat‘ sé á ferðinni? Jú, það er virkilega hægt og það er ekki langt þangað til að við getum orðið vitni að þessu. Á þeim stöðum sem mýflugan er mest áberandi í vötnunum okkar er lífríkið heldur í rauðari kantinum núna. Lirfur mýflugunnar halda sig sem…
Nú í vetur las ég nokkuð skemmtilega grein eftir Simon Gawesworth um Buzzer og það sem aðskilur hann frá Blóðormi. Í stuttu máli; Buzzer er bara samheiti veiðimanna yfir lirfur rykmýs, ekki bitmýsins, sem finnast á stjái í vötnum norðanverðrar Evrópu þegar kemur að því að flugan klekst út. Simon er afar stífur á því…