Allt frá því kúluhausar í yfirþyngd komu fram á sjónarsviðið, þá hefur maður ekkert endilega viljað snerta mikið á þungum taumum, kúlurnar hafa eiginlega séð um að koma flugunni niður fyrir mann. En með tíð og tíma hafa farið að renna á mann tvær, ef ekki þrjár grímur og maður fer að velta fyrir sér…
Einhvern daginn sem ég beið eftir að réttist úr veiðispánni s.l. sumar, rambaði ég inn á skemmtilega síðu með lítt þekktum málsháttum. Það kom vel á vondan þegar ég rakst á; Oft fýkur í menn sem gera veður útaf öllu. Allt of oft vilja veiðimenn bíða af sér veðrið í veiði, en eins og alþekkt…
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á…
Byrjum á því að útskýra þetta orð; klekjur. Orðið varð ofaná þegar ég skaut hjálparbeiðni út á veraldarvefinn yfir smellna þýðingu á enska orðinu emerger. Ég hef afskaplega lítið íslenskubit yfir því að notast við þetta smellna orð, því það er þá jafnt á komið með því og enska orðinu; hvorugt finnst í orðabókum. Merking…
Eitt af því sem fluguveiðimenn spá reglulega í er lengd taums og þeir spyrjast reglulega fyrir um þetta. Stutta svarið er; Það ræðst nú af ýmsu. Á meðan sum vötn hafa fengið á sig það orð að þar verði að nota ákveðna lengd af taum, annað virki bara ekki, þá segja reynsluboltarnir eitt eða annað.…
Ég hef verið þeirrar ánægju aðnjótandi á liðnum árum að fá að leggja mitt að mörkum í fylgirit Veiðikortsins. Hér að neðan er fyrsta greinin sem Ingimundur tók upp á sína arma og birti í fylgiritinu árið 2013. Það er engum blöðum um það að fletta að stangveiði er ein vinsælasta útivist landsmanna. Flestir laxveiðimenn…