Það hefur eitthvað borið á vangaveltum hér um léttleika flugna og ég er ekki alveg hættur enn. Í flestum færslum um léttari flugur hef ég verið að velta mér upp úr straumflugum, en hvað með púpurnar? Er ekki einmitt kostur við púpur að hafa þær þungar? Koma þeim niður sem fyrst, þyngja þær með tungsten…
Sumt veit maður eða þykist vita þegar kemur að því að velja flugu á veiðistað. Hvort maður fer eftir því, er allt annað mál. Fyrir veiðiferðina er hægt að gaumgæfa í þaula allt þekkt skordýralíf í nágrenninu á pappír (eða á vefnum), kíkja í veiðibækur og vinsælar flugur sem skráðar eru víðsvegar og bera þetta…
Watson’s Fancy Afburðar fluga í bleikju og sjóbleikju, skosk að uppruna og mikið eftirlæti Donald Watson sem hnýtti hana fyrstur manna. Hnýtt sem straumfluga, púpa og jafnvel þurrfluga nú á tímum. Þær eru ekki margar flugurnar sem hafa eignast svona mörg afkvæmi af breytilegum gerðum eins og Watson’s Fancy og menn nú á tímum veigra sér…
Peter Ross Eins og frænka hans úr Teal fjölskyldunni, Teal and Black er Peter Ross enskur að uppruna. Vafalaust í hópi vinsælustu silungaflugna á Íslandi. Mest hefur hún verið notuð í bleikju, jafnt staðbundna sem og sjógengna. Einhverra hluta vegna hefur hún minna verið orðuð við urriða og sjóbirting í gegnum tíðina, en ég hef…
Mýpúpa Þegar lesendur reka augun í þessa púpu er lang líklegast að flestum verði á orði; Nei, þetta er ekki mýpúpan. Það eru til svo mörg afbrigði af því sem menn kvitta í veiðibækurnar sem Mýpúpa að það væri örugglega efni í sérstakt blogg, heila vefsíðu, að birta myndir af þeim öllu. En, svona getur kvikindið litið út…
Mercury Black Beauty Þegar maður sér flugu eins og þessa, þá verður manni ósjálfrátt hugsað til þess hve margir veiðimenn hafi mögulega hnoðað í sömu fluguna, hingað og þangað um heiminn, án þess að hafa minnstu hugmynd um tilveru hennar undir einhverju ákveðnu nafni. Það var árið 1992 sem Pat Dorsey og félagar gáfu þessari…