Bitch Creek Nymph Engin smá fluga á ferðinni hérna. Þó þessi fluga hafi upphaflega verið hönnuð sem eftirlíking steinflugulirfu hefur hún sannað sig allan ársins hring bæði í silung og lax. Fyrir laxinn er hún að vísu hnýtt stór #2 og #4 en fyrir silunginn í stærðum 10 – 16. Sérstakar hreyfingar flugunnar vegna gúmmílappanna […]
Í haust sem leið var ég að viða að mér efni til að byggja undir grein sem þegar hefur birst hér á síðunni. Leit mín að ummælum frægra veiðimanna á kostum bestu veiðimanna sem viðkomandi hafði hitt leiddi mig að nokkrum greinum um þann goðumlíka eiginleika veiðimanna að láta lítið fyrir sér fara. Ég viðurkenni […]
Nú líður að lokum þessa 10. árs sem FOS.IS hefur verið í loftinu. Þetta hefur verið bæði viðburðaríkt og sérstakt afmælisár svo ekki sé meira sagt. Ef það er eitthvað sem þetta ár hefur kennt manni, þá er það að meta alla litlu hlutina sem undir venjulegum kringumstæðum væru sjálfsagðir. Þegar þetta brölt mitt fór […]
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á […]
Landshornaflakk gæti verið lýsingin á síðasta ferðalagi okkar veiðifélaganna. Eftir náttúruskoðun okkar á Ströndum lá leið okkar inn með Hrútafirði um Kollafjörð og Bitrufjörð og það er óhætt að segja að við höfum haft vindinn í bakið á þessari leið okkar. Eftir stutt stopp og áfyllingu á bíl og kaffibolla ákváðum við að kíkja á […]
Án þess að hafa hugmynd um að loðnir gestir frá Grænlandi væru að gera sig heimakomna á austanverðum Skaga, ákváðum við hjónin að fara á Skagaheiðina að vestan í þetta skiptið og heimsóttum Langavatn í fyrsta skiptið. Veiðifélagar (Mosó-gengið) höfðu farið að vatninu í fyrra en lítið séð af því sökum þoku, þannig að okkur lék forvitni á að kynnast […]