Eitt af því sem ég hef lítið stundað í gegnum árin er að veiða á fleiri flugur en eina og því geta málin vandast þegar maður er spurður út í heppilega uppsetningu á dropper, eða afleggjara eins og ég hef kallað þá hingað til. Slík fyrirspurn barst mér síðla vetrar og ég fór því á…
Það var vissulega farið varlega af stað, veðurspá skoðuð, skoðuð aftur, og aftur, og aftur. Það var eiginlega sami sperringurinn í spánni fyrir laugardaginn alla vikuna og það eina sem breyttist voru þessir 15 m/sek. sem fóru stundum upp í 18 m/sek. og stundum niður í 12 m/sek. En þegar mann langar á fjöll og…
Það er aldrei leiðinlegt að eiga erindi inn að Fjallabaki og þannig var því einmitt háttað á laugardaginn. Vegna undirbúnings fyrir Fiskiræktarstarf Ármanna og Veiðifélags Landmannaafréttar í sumar áttum við veiðifélagarnir erindi inn að Landmannahelli um helgina og því var ekki úr vegi að slá margar flugur í einu höggi og gera veiðiferð úr þessu…
Það var með nokkurri tilhlökkun að við lögðum af stað út úr bænum á föstudaginn, stefnan var tekin á Fjallabak og ætlunin að ná í nokkrar bleikjur í harðfisk. Það tekur um það bil 3 klst. að keyra úr Reykjavík inn að Landmannahelli, en þessi tími er fljótur að líða, ólíkt þeim þremur sem sem…
Þær eru orðnar ófáar ferðirnar sem við veiðifélagarnir höfum farið í Framvötnin síðla sumars og nú liggur enn ein í gagnabankanum. Það er víst ekki hægt að segja að við höfum brunað inn að Landmannahelli á föstudaginn, við lötruðum þetta öllu heldur þar sem Landmannaleið er heldur farin að láta á sjá eftir alla traffíkinna…
Á vef Veiðivatna má finna frétt af aflabrögðum úr Framvötnum. Tölurnar byggja á veiði frá 24. júní til 9. júlí, en það sem vekur athygli er að aðeins er úr 16 veiðiskýrslum að moða á þessu tímabili. Það kemur engum á óvart að Frostastaðavatn trónir á toppinum með 600 bleikjur, næst kemur Ljótipollur með 28 urriða…