Enn held ég áfram að kíkja yfir vandamála punkta síðustu ára, það virðist vera af nógu að taka, eða þá ég hafi gleymt að merkja við að ég hafi þegar skrifað eitthvað upp úr þessu pári mínu. Ef einhvern rámar í eldri grein um rassskelli, þá er eins líklegt að ég hafi gleymt að merkja…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Ef kastinu þínu lýkur eðlilega, þ.e. ekkert kippir í línuna rétt áður en hún hefur náð að teygja úr sér, þá ætti taumurinn að fylgja línubugnum og leggjast fram í beinu framhaldi af línunni. Ef hann gerir það ekki gæti vel verið að ferill stangarinnar í kastinu hafi verið of langur. Áður en þú ferð…
Í nærri öllum þeim bókum og greinum sem ég hef lesið um flugukast er hamrað á því að halda þröngum línubug í kastinu, þá ferðast línan hraðar og kastið verður markvissara. Yfirleitt er þetta regla #2 á eftir reglunni um ákveðið stopp í fram- og bakkastinu. En það er ekki til sú regla sem er…