Hefur þú í einhvern tíma lent í því að kaupa kúlur af ákveðinni stærð en fá eitthvað allt annað upp úr pokanum en þú áttir von á þegar heim er komið? Ég er ekki að gera því skóna að þú veiðir upp króka eða koparvír úr pokanum, en þú gætir fengið aðra stærð af kúlum…
Zebra Midge Þessi fluga er eignuð Edward (Ted) Welling frá Arizona í Bandaríkjunum og sögð hafa komið fram á sjónarsviðið árið 1996. Það er engin ástæða til að efast um að Ted hafi gefið þessari flugu nafn sitt, en þegar ég sá þessa flugu fyrst, þá hélt ég að hún héti Black, Copper Bead-head og væri íslensk…
Allt frá því kúluhausar í yfirþyngd komu fram á sjónarsviðið, þá hefur maður ekkert endilega viljað snerta mikið á þungum taumum, kúlurnar hafa eiginlega séð um að koma flugunni niður fyrir mann. En með tíð og tíma hafa farið að renna á mann tvær, ef ekki þrjár grímur og maður fer að velta fyrir sér…
Og áfram heldur þetta Euro dæmi, en nú kveður við aðeins annan tón. Euro flugur hafa þróast tiltölulega hratt frá því Pólverjar fóru að fikra sig áfram með mjög þyngdar flugur upp úr 1980. Sjálfur hnýtti ég nokkrar pólskar flugur hérna um árið en á nútíma mælikvarða eru þær trúlega ekki nógu þungar og alls…
Fyrir byrjendur Byrjendur í fluguhnýtingum standa frammi fyrir ótrúlegu úrvali af áhöldum-, efni- og listum yfir hvoru tveggja sem þeir ættu að fjárfesta í. Hér kemur enn einn listinn, að þessu sinni í stuttu máli frá FOS.IS með upplýsingum um þær flugur sem hægt er að hnýta úr þessu efni. Áhöld Hnýtingarefni Flugur Úr þessu…
Alfræðiorðalisti Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.Listanum er raðað upp í stafrófsröð erlendra heita en stökkva má til í listanum með því að smella á bókstafina hér að ofan eða styðja á Crtl+F og leita eftir orði eða orðasamböndum.Með því að smella á…