Það hefur eitthvað borið á vangaveltum hér um léttleika flugna og ég er ekki alveg hættur enn. Í flestum færslum um léttari flugur hef ég verið að velta mér upp úr straumflugum, en hvað með púpurnar? Er ekki einmitt kostur við púpur að hafa þær þungar? Koma þeim niður sem fyrst, þyngja þær með tungsten…
Woolly Bugger Einhver svipur hefur alltaf verið með Woolly Bugger og Dog Nobbler. Hvor varð til á undan veit ég ekki, en Woolly Bugger kom fram á sjónarsviðið 1967 þegar Russell Blessing útfærði fyrirmyndina Woolly Worm, setti á heilmikið marabou skott á orminn þannig að úr varð straumfluguna sem Buggerinn er í dag. Nú er svo komið…
Prince Nymph Ein besta alhliða silungafluga allra tíma þó hún hafi upphaflega verið hönnuð sem eftirlíking gyðlu steinflugunnar. Sú uppskrift sem ég styðst við hérna er að finna í ‘The Fly-tying bible’ eftir Peter Gathercole með þeirri breytingu þó að ég kýs að setja kúluhaus á kvikindið eins og sýnd er á myndinni. Kúluna yfirspekka…
Diawl Bach Þegar það kemur að flugum sem bitist hefur verið um, þá dettur mér ósjálfrátt hin velska Diawl Bach í hug. Þýðing úr velsku yfir á íslensku gæti verið Skolli litli, en á enska tungu hafa menn snarað heiti hennar yfir í Welsh Devil, Little Devil eða þá jafnvel Red Devil og vísa þá til upphaflega haussins sem hún skartaði,…
Buzzer Hér er ekki um einhverja eina flugu að ræða, heldur flóru af flugum sem eiga í 95% tilfella allt sameiginlegt. Svartur er hann trúlega einhver öflugastur buzzera, þ.e. flugna sem apa eftir púpustigi mýflugunnar. Þessi fluga er afskaplega einföld í hnýtingu; þráður, vír, kinnar og lakk. Ef þú vilt vera örlátur þá getur þú…
Úr flóru koparflugna kemur Brassie. Eins og svo margar aðrar frænkur hennar er efnisvalið afar einfalt; koparvír og smá dub efni. Íslensk afbrigði, frænkur eða hvað menn vilja kalla þær, eru til í ófáum útfærslum. Flugan er langt því frá einhver fornaldarskepna, upprunnin í Colorado á árunum eftir 1960. Afbrigðin eru næstum eins mörg og…