Kvöld eitt fyrir skemmstu skaust það upp í kollinn á mér að þegar ég bleytti í færi síðast, þá fannst mér einhver stirðleiki væri í öllu. Það brakaði í beinum, hjólið tifaði ekki eins og venjulega þegar ég dró út af því og köstin voru hreint ekki upp á marga fiska. Þetta kvöld ákvað ég…
Hart í bak er ekki aðeins heiti á leikriti Jökuls Jakobssonar, það er líka snaggaraleg stefnubreyting til vinstri. Ef stefnubreytingin væri til hægri, þá væri það hart í stjór þar sem stjór væri stjórnborði. Eins og oft áður er inngangur þessa pistils aðeins eitthvað úr skúmaskotum hugar höfundar og þarf ekkert endilega að eiga við…
Ég bara veit ekki hversu oft ég hef staðið mig að því í bráðræði að byrja að draga inn of snemma þegar ég er með þyngda púpu eða staumflugu á endanum. Stundum læt ég eins og fiskurinn sé eitthvað tímabundinn, sé að missa af strætó og ég þurfi endilega að byrja að dilla flugunni fyrir…
Ég heyrði það út undan mér að Veðurstofa Íslands telur september til sumarmánaða og ég sé ekkert sem réttlætir það að hirða einhverja bandbreidd af internetinu til að fá þetta staðfest. Ástæðan er afar einföld, ég er hjartanlega sammála VÍ. Sá september sem kvaddi okkur í ár var reyndar með afbrigðum mildur, víðast hvar, framan…
Alfræðiorðalisti yfir 450 orða og orðasambanda sem tengjast stangveiði, fluguhnýtingum, lífríkinu og fiskinum, með íslenskum þýðingum og skýringum.
Nei, ég ætla ekki að skrifa um skotveiði á friðaðri fuglategund, þ.e. Marabou storki. Flestar marabou fjaðrir sem við notum í flugur í dag eru raunar af hænsfugli eða kalkúna og ég er ekki heldur að tala um að skjóta slíka fugla. Nei, þessi í stað langar mig aðeins að tjá mig um fluguveiði með…